Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Qupperneq 12
10
þessari endurskoðun, og voru í henni fulltrúar fi’á heimspeki-
deild og verkfræðideild auk rektors. Síðan fjölluðu deildirnar
náið um frumtillögur þessarar nefndar og skipuðu sérnefndir
til að fjalla um málin. Var hin nýja kennsluskipan staðfest
hinn 2. september 1965. Hér er um gagngerða endurskoðun að
ræða, þar sem tekið var til könnunar takmarkið með kennslu
til B.A.-prófa og þær þjóðfélagslegu þarfir, sem æskilegt er að
fullnægja með henni. 1 því efni eru þarfir gagnfræðaskóla og
annarra framhaldsskóla á kennurum mjög ríkar, og er það eitt
helzta mai’kmið kennslunnar að búa menn undir kennslustöi’f
í þessum skólum. Er geigvænn skortur á sérmenntuðum kenn-
urum á þessu skólastigi, svo sem alkunna er. Takmark kennsl-
unnar er þó ekki það eitt að búa kennara undir störf þeirra,
heldur einnig að veita ýmsum mönnum kost á menntun, m. a.
til þess að stunda frekara nám hér á landi og erlendis. Um
framhaldsnám hér á landi er sérstök ástæða til að vekja at-
hygli á ákvæðunum um nám í íslenzkum fræðum. Er það nám
í fyrstu stundað til B.A.-pi’ófa, og má búast við því, að nokk-
ur hluti stúdenta kjósi af ýmsum ástæðum að nema þar
staðar, ekki sízt þeir menn, sem hyggjast gei’ast kennarar í
gagnfræðaskólum eða sambærilegum skólum, enda fá þeir rétt-
indi til kennslu með því pi’ófi og prófi í uppeldis- og kennslu-
fræðum. Þeir, sem stunda vilja nám til cand. mag. og magistei’-
pi’ófa, halda síðan áfi’am eftir B.A.-pi’óf, og tengist það fram-
haldsnám beint við B.A.-pi’ófið. Er einnig gert ráð fyrir, að
stefnt vei’ði að slíku framhaldsnámi til hærri lærdómsstiga í
öðrum greinum, þegar stundir líða fram. Þá mun einnig verða
lagt kapp á það af hálfu Háskólans að vinna B.A.-prófunum
viðurkenningu með erlendum háskólum, því að mikilvægt er,
að menn geti stundað framhaldsnám við erlenda háskóla og
fengið námið hér heima viðurkennt.
Nokkrar nýjar greinir eru teknar upp eftir hinu nýja skipu-
lagi. Af huggreinum má nefna almenn málvísindi og hljóðfræði,
svo og latínu til forprófa, og til B.A.-prófa íslenzku, finnsku,
spænsku, almenna bókmenntasögu, almenn málvísindi og heim-
speki. I í’aungreinum er mælt fyrir um kennslu í náttúrufræði,