Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Side 23
21
málasjóðs. Og allt fram til 1964 var starfsmaður aðeins
einn, háskólabókavörður, og var þó varið lítils háttar fé
úr Sáttmálasjóði til ráðningar aðstoðarmanna í ígripum. Nú
eru veittar á fjáriögum 400.000 kr. til bókakaupa og bókbands
í háskólabókasafni, og annar bókavörður hefir verið ráðinn.
Þessi úrlausn er mikiis metin, en hún er þó alis ónóg. Bóka-
safnið og rými þess er svo lítið, að bagalegt er. Ég nefni til
samanburðar, að háskólabókasöfnin í Björgvin, Árósum og Ábo
hafa hvert um sig 500.000 bindi af vísindaritum, og er þá seilzt
til samanburðar við söfn þeirra háskóla, sem eðlilegast er að
taka mið af sakir stærðar og annarra aðstæðna. Samanburður
á starfsliði hér á bókasafninu og á þeim bókasöfnum, sem nefnd
voru, leiðir í Ijós svo gifurlegan mun, að ekki verður um rætt
hér. Lestrarsalur háskólabókasafns fyrir 40 stúdenta var fram
undir það fullnægjandi fyrstu árin, sem Háskólinn starfaði í
hinni nýju byggingu, þegar stúdentar voru 3—400, en nú er hann
löngu orðinn of lítill. Reynt hefir verið að bæta við lestrarsals-
rými með ýmsum ráðum, svo sem greint var á síðustu háskóla-
hátíð. I hinni nýju byggingu Háskólans, sem brátt verður byrj-
að á, munu verða lestrarsalir fyrir um 60 stúdenta. Þrátt fyrir
þessar úrbætur er alvarlegur skortur á lestrarsalsrými fyrir
stúdenta, og þarfnast það mál skjótrar úrlausnar. Margt hefir
verið gert til umbóta í háskólabókasafni síðustu árin, m. a. til
öílunar rýmis fyrir bókageymslur og til bætts búnaðar á lestr-
arsal o. fl.
Á 25 ára afmæli háskólabókasafns verður ekki komizt hjá
að benda á, að ríkisvaldið lagði áratugum saman ekkert fé til
safnsins vegna bókakaupa, og er það þó helzta vísindasafn lands-
ins í mörgum fræðigreinum. Ætla ég, að slíks séu ekki mörg
dæmi um aðbúnað að bókasafni ríkisháskóla. Bókasafnsmál
hér á landi þarf að taka upp til gagngerðrar endurskoðunar og
yfirvegunar, og er æskilegt, að skipuð verði nefnd með full-
trúum Háskólans, Landsbókasafns og annarra vísindaaðilja til
þess að hugleiða þessi mikilvægu mál og leita færra úrræða.
Nú nálgast 1100 ára afmæli landsbyggðar, og færi vel á því,
að í minningu þess yrði gert mikið átak í byggingarmálum