Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Side 34

Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Side 34
32 Kæru kandídatar. Nú er blásið til brottlögu héðan úr Háskólanum. Próf eru að baki, og fyrir flesta yðar er það síðasta skólaprófið. Starfið blasir við — starf háskólamenntaðra manna á ýmsum fræði- sviðum. Þér hafið stundum áður fagnað próflokum af mikilli gleði. Þér hafið þó aldrei haft jafnríka ástæðu til gleði sem nú — hin prófin hafa aðeins verið áfangi upp fjallshlíðina, en nú er hæsta tindinum náð hjá flestum yðar á skólagöngu yðar. Námsferill yðar er orðinn æðilangur. Flest eigið þér að baki 18—20 ára nám, og vissulega er það mikill hluti af manns- ævinni. Það er von vor kennara yðar, að þér hafið sótt hingað í Háskólann staðgóða þekkingu, þroska og þjálfun í sérgrein yðar, en ekki síður hitt, að þér hverfið héðan starfsfúsir og starfsglaðir menn með þeim einlæga ásetningi að vinna þjóð- féiagi yðar allt það, er þér megið. Allt sérfræðilegt starf ber að vinna með því hugarfari, að mönnum sé skylt og ljúft að þjóna þjóðfélagi sínu, svo sem verða má. íslenzk þjóð hefir lagt mikið af mörkum til þess að gera yður kleift að njóta þeirrar undirstöðumenntunar, sem þér hafið öðlazt. Það er ekki í mörgum löndum, sem slík mennt- un, sem þér hafið hlotið, er látin í té endurgjaldslaust, og það er ekki í mörgum þjóðfélögum, sem háskólastúdentar fá að njóta náms síns óheft af herskyldu eða öðrum þegnskyldu- framlögum í þágu þjóðarheildar. Islenzkt þjóðfélag leggur og ýmislegt fram til þess að létta stúdentum námið, svo sem náms- lán og námsstyrki og aðra fyrirgreiðslu. Ég veit, að þér munið öll hugsa til þessa nú í dag með þakklæti og í fullri viðurkenn- ingu þess, sem vel hefir verið gert við yður. Ýmsir yðar munu, ef að líkum lætur, hljóta gylliboð um að taka við störfum er- lendis. Geymið þá yðar sjálfra. Land yðar þarfnast yðar, engin blóðtaka er þjóðinni þungbærari en að sjá á bak sérmenntuð- um sonum sínum eða dætrum. Minnizt þess, „að heima er lífs- trúarlindin“. Ég veit, að hugir yðar leita í dag mjög til vandamanna yðar, sem stutt hafa yður með ráðum og dáð. Háskólinn er einnig þakklátur vandamönnum yðar fyrir þann skilning á gildi fræði-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.