Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Síða 34
32
Kæru kandídatar.
Nú er blásið til brottlögu héðan úr Háskólanum. Próf eru
að baki, og fyrir flesta yðar er það síðasta skólaprófið. Starfið
blasir við — starf háskólamenntaðra manna á ýmsum fræði-
sviðum. Þér hafið stundum áður fagnað próflokum af mikilli
gleði. Þér hafið þó aldrei haft jafnríka ástæðu til gleði sem
nú — hin prófin hafa aðeins verið áfangi upp fjallshlíðina, en
nú er hæsta tindinum náð hjá flestum yðar á skólagöngu yðar.
Námsferill yðar er orðinn æðilangur. Flest eigið þér að baki
18—20 ára nám, og vissulega er það mikill hluti af manns-
ævinni. Það er von vor kennara yðar, að þér hafið sótt hingað
í Háskólann staðgóða þekkingu, þroska og þjálfun í sérgrein
yðar, en ekki síður hitt, að þér hverfið héðan starfsfúsir og
starfsglaðir menn með þeim einlæga ásetningi að vinna þjóð-
féiagi yðar allt það, er þér megið.
Allt sérfræðilegt starf ber að vinna með því hugarfari, að
mönnum sé skylt og ljúft að þjóna þjóðfélagi sínu, svo sem
verða má. íslenzk þjóð hefir lagt mikið af mörkum til þess að
gera yður kleift að njóta þeirrar undirstöðumenntunar, sem
þér hafið öðlazt. Það er ekki í mörgum löndum, sem slík mennt-
un, sem þér hafið hlotið, er látin í té endurgjaldslaust, og það
er ekki í mörgum þjóðfélögum, sem háskólastúdentar fá að
njóta náms síns óheft af herskyldu eða öðrum þegnskyldu-
framlögum í þágu þjóðarheildar. Islenzkt þjóðfélag leggur og
ýmislegt fram til þess að létta stúdentum námið, svo sem náms-
lán og námsstyrki og aðra fyrirgreiðslu. Ég veit, að þér munið
öll hugsa til þessa nú í dag með þakklæti og í fullri viðurkenn-
ingu þess, sem vel hefir verið gert við yður. Ýmsir yðar munu,
ef að líkum lætur, hljóta gylliboð um að taka við störfum er-
lendis. Geymið þá yðar sjálfra. Land yðar þarfnast yðar, engin
blóðtaka er þjóðinni þungbærari en að sjá á bak sérmenntuð-
um sonum sínum eða dætrum. Minnizt þess, „að heima er lífs-
trúarlindin“.
Ég veit, að hugir yðar leita í dag mjög til vandamanna yðar,
sem stutt hafa yður með ráðum og dáð. Háskólinn er einnig
þakklátur vandamönnum yðar fyrir þann skilning á gildi fræði-