Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Page 113
111
Stúdentsprófi lauk hann frá Menntaskólanum í Reykjavík
1915 og embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Islands árið
1921. Að kandídatsprófi loknu stundaði hann framhaldsnám í
Noregi, Danmörku og Þýzkalandi, en skömmu eftir heimkomu
árið 1924 var hann ráðinn kennari í meinafræði við Háskóla
Islands. Sama ár hélt hann utan til frekari undirbúnings því
starfi og dvaldist í Austurríki og Danmörku við rannsóknastörf
til haustsins 1926, að hann var skipaður dósent og forstöðu-
maður Rannsóknastofu Háskólans.
Þar með hefjast skipulagðar meina- og sýklafræðirannsóknir
á Islandi og er próíessor Dungal því réttnefndur brautryðjandi
í þeim fræðum hérlendis. Mörg verkefni biðu úrlausnar og hófst
hann þegar handa af sínum alkunna dugnaði og atorku. Á þeim
tíma var taugaveiki landiæg, sem kunnugt er, og eitt af fyrstu
verkefnum hans var að hefta útbreiðslu hennar. Á starfsár-
unum í Kaupmannahöfn stjórnaði hann taugaveikideild Serum-
institutsins um skeið og kom sú reynsla honum að góðu haidi
hér. Á nokkrum árum tókst að finna alla taugaveikismitbera
og þannig að útrýma farsótt, sem margan Islending hafði að
velli lagt.
Á þessum tíma var Rannsóknarstofan til húsa í Kirkjustræti
12, og var aðstaðan þar ófullkomin á flestan hátt. Það var því
undravert, hve miklu forstöðumaðurinn fékk áorkað. Níels
Dungal var mikill þrekmaður, og hefur hann sagt mér, að á
þessum árum hafi áhugi og verkefni ráðið meiru um lengd
vinnudagsins en klukkan. En á fyrstu árunum hvíldu að mestu
á honum einum hinar margvíslegustu sýkla- og meinafræði-
rannsóknir, sem inna þurfti af hendi fyrir sjúkrahús og lækna,
ekki aðeins í Reykjavík heldur og víðs vegar um landið.
Þrátt fyrir óteljandi verkefni á sviði mannasjúkdóma lét
prófessor Dungal ekki þar við sitja, heldur haslaði sér einnig
völl í baráttunni við húsdýrasjúkdómana, sem herjuðu búfé
landsmanna. Á ótrúlega skömmum tíma tókst honum að fram-
leiða nýja tegund af bóluefni gegn bráðapest í sauðfé, sem tók
langt fram dönsku bóluefni, er áður hafði verið notað. Islenzk
bændastétt og um leið þjóðin öll stendur í mikilli þakkarskuld