Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Síða 146
144
í menningar- og félagsmálum og hvernig auka mætti samvinnu
evrópskra stúdentasambanda og Evrópuráðsins í þessum efnum.
Sendinefnd skipuð einum stúdent frá hverju Norðurlandanna heim-
sótti Júgóslavíu 28. marz—9. apríl 1965. Var heimsóknin liður í gagn-
kvæmum stúdentaskiptum þjóðanna, sem hófust 1961. Héðan fór Sig-
urður Björnsson, stud. med. í vor er von á gagnheimsókn og verður
það í annað skipti, sem júgóslavneskur stúdent kemur hingað í þess-
um skiptum.
Árlega býðst SHÍ tækifæri að taka þátt í 17. maí-hátíðahöldunum
í Noregi. Að þessu sinni var Halldór Gunnarsson, stud. theol., gestur
Studenttinget i Osló sem fulltrúi SHÍ.
Á liðnu sumri varð háskólinn í Kiel í Þýzkaladi 300 ára. Var
SHÍ boðið að eiga fulltrúa við hátíðahöldin og valdist Sigurður Giz-
urarson, stud. jur., til fararinnar.
Hér dvöldust 14.—16. ágúst tveir fulltrúar frá Meginfélagi För-
oyskra Stúdenta (MFS) í boði SHÍ. Voru það Hans J. Debes, for-
maður MFS, og Árni Ólafsson, formaður utanríkismálanefndar. Áttu
þeir viðraaður við forystumenn SHÍ, og var ákveðið að taka upp nán-
ari samvinnu milli MFS og SHÍ. Hefur MFS í samræmi við það boð-
ið 12 íslenzkum stúdentum á Ólafsvöku í sumar og færeyska lands-
stjórnin boöið fram styrk að upphæð 1000 fær. krónur til íslenzks
stúdents, sem vill nema við Fróðskaparsetrið í Þórshöfn einn mánuð
á þessu ári.
Egill Egilsson, stud. scient., sat ársþing DSF í Kaupmannahöfn
16.—19. september og Ólafur Einarsson ársþing NSU í Osló 28.—30.
ágúst. Þeir félagar eru við nám ytra.
Utanríkisráðuneytið i Washington bauð á s. 1. hausti SHl að senda
fulltrúa í kynnisför um Bandaríkin. Karl Garðarsson, stud. oecon.,
fór þessa ferð og var vestra í 6 vikur og ferðaðist um þver og endi-
löng Bandaríkin ásamt stúdentum frá 15 öðrum þjóðum.
Per Magnus Arnstad var fulltrúi Studenttinget í Osló við 1. des-
ember-hátíðahöldin og dvaldist hér í nokkra daga og kynntist landi
og þjóð.
Teknolog Gunnar Benediktsson í Stokkhólmi tók f. h. SHÍ þátt í
alþjóðlegri stúdentaviku, er stúdentar við háskólann þar í borg efndu
til 3.—10. desember.
ISC efndi til ráðstefnu í Kaupmannahöfn 13.—17. febrúar 1966
um „Higher Education". Ástráður B. Hreiðarsson, stud. med., sat
hana fyrir hönd SHÍ.
í upphafi starfstímabilsins var gengið endanlega frá inngöngu
SHÍ í ISC, en á almennum stúdentafundi 10. desember 1964 hafði ver-
ið samþykkt samhljóða að sækja um fulla aðild.