Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Qupperneq 14
12
Árbók Háskóla íslands
Háskólahátíö 25. júní 1983
Menntamálaráðherra, borgarstjóri, ágœtu
kandídatar, góðirgestir og heimamenn.
Skipulag háskólanáms veldur því, að
langflestir kandídatar ljúka prófum á þess-
um árstíma, og sú hefð hefur skapast, að
ítarlegra yfirlit sé gefið um starfsemi
háskólans og stefnu við þetta tækifæri en
önnur. Mun ég því flytja ykkur, áheyrend-
ur góðir, annál háskólaársins og lýsa þeim
viðhorfum sem við blasa í málefnum
háskólans.
Aðsókn að háskólanámi
Tala nemenda var komin yfir 4000 á
þessu vormisseri, en var rösklega 3600
árið áður. Hún hefur því hækkað um 400 á
einu ári. Hefur þá fjölgað um á annað þús-
und manns á rúmum þremur árum.
Ég hef áður gert grein fyrir helstu ástæð-
um þessarar aukningar, en þær eru í stuttu
máli þessar:
1. Fæðingarárgangar eru stærri á árunum
1956 — 1962 en á árunum 1950—1955,
eða um 10% fjölmennari að meðaltali á
ári.
2. Hlutfall nýstúdenta í fæðingarárgangi
hækkar úr 13,8% árið 1970 í 22,9% árið
1976 og í 29,8% árið 1982. Hækkun á
hlutfallstölu stúdenta úr hverjum fæð-
ingarárgangi hlýtur að mega rekja til
hinna nýju fjölbrautaskóla að veru-
legu leyti.
3. Nýskráðir nemendur í Háskóla íslands
eru orðnir talsvert fleiri en þeir sem
ljúka stúdentsprófi ár hvert, enda þótt
Kennaraháskólinn taki árlega við 125
nýjum nemendum og enn aðrir fari til
náms erlendis. Ein ástæða þessa er sú,
að þeir, sem falla á prófi eða hverfa frá
námi, eru að reyna aftur.
4. Einnig er ljóst að fólk með eldra stúd-
entspróf sækir háskólanám meir en
áður. Reyndar fer stór hluti ekki beint í
háskóla heldur kemur síðar, bæði af
áhuga, vegna bættra aðstæðna o.fl.
5. Allmargir nemendur sækja einstök
námskeið í háskólanum án þess að ætla
sér að taka kandídatspróf. Aðrir hafa
þegar lokið kandídatsprófi, en koma
aftur, t. d. til að afla sér kennslurétt-
inda.
6. Nám erlendis er orðið dýrara en áður
og erfiðara að komast þar inn í skóla.
Ég hef látið gera áætlun um aðsókn að
háskólanum til næstu aldamóta. Sam-
kvæmt henni mun aðsóknin ná hámarki í
kringum 1987. Er þá gert ráð fyrir að 35%
úr 21. árs fæðingarárgangi komi að jafnaði
í háskólann og heildartala nemenda verði
4500. Er áætlað að sú tala haldist lítt
breytt 1987—2000.
Rétt er að taka fram að háskólanum er
skylt lögum samkvæmt að taka við nær
öllum sem inngöngu æskja, fullnægi þeir
tilteknum skilyrðum, þ. e. um stúdents-
próf eða sambærilega menntun. Einnig er
það umhugsunarefni að „afföll“ skuli vera
jafnmikil og raun ber vitni. Samt ber að
virða háskólanum það til lofs en ekki lasts,
ef hann slakar ekki á námskröfum. Hvorki
nemendum sjálfum, atvinnulífinu né
skattborgurunum væri greiði gerður með
því.
Háskólaráð hefurað tillögum hlutaðeig-
andi deilda og námsbrautar einungis
heimild til að takmarka fjölda nemenda í
þremur námsleiðum, þ. e. í tannlækning-
um (yfirá 2. námsár), læknisfræði (yfirá2.
námsár) og í sjúkraþjálfun (við nýinnrit-
un). í þessum greinum hefur aðstaða til
verklegrar og klinískrar kennslu valdið
mestu um takmarkaðan aðgang.
Fjárveitingar til háskólans
Sannleikurinn er sá, að fjárveitingar til
háskólans á fjárlögum hafa ekki hækkað