Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Blaðsíða 17
Ræður rektors Háskóla íslands
15
Háskólasafni barst vegleg gjöf bóka og
tímarita frá Blackwell Scientific Publica-
tions í Oxford fyrir tilstuðlan forseta ís-
lands og stór bókagjöf frá ríkisstjórn Spán-
ar.
Þá var hinn 1. desember sl. stofnaður
Háskólasjóður Stúdentafélags Reykjavík-
ur. Er honum ætlað að styrkja ýmis verk-
efni Háskóla íslands svo og stúdenta við
háskólann samkvæmt nánari ákvörðun
sjóðsstjómar. Formaður sjóðsstjórnar er
Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari,
fyrrverandi háskólarektor.
Þá hefur Starfssjóði Guðfræðistofnunar
Háskóla íslands borist vegleg heiðursgjöf.
Forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins
Grundar, Gísli Sigurbjömsson, hefur fært
forstöðumanni Guðfræðistofnunar ávísun
að upphæð kr. 50 000 sem heiðursgjöf
Grundar til sæmdar séra Sigurði Pálssyni,
dr. theol., vígslubiskupi, af því tilefni að
hann lætur nú af prestskap eftir hálfrar
aldar þjónustu í „þágu kristni og kirkju",
eins og segir í gjafabréfinu. Er þetta fyrsta
heiðursgjöfin sem sjóðnum berst eftir að
hann var stofnaður. Háskóli íslands þakk-
ar rausnarlega gjöf og óskar hinum heiðr-
aða til hamingju.
Starfssjóður Guðfræðistofnunar var
stofnaður á sl. hausti með gjöf Elli- og
hjúkrunarheimilisins Grundar til minn-
ingar um séra Sigurbjörn Ástvald Gísla-
son, aðra stofnendur Elliheimilisins, og þá
séra Halldór Jónsson prófast, séra Lárus
Halldórsson fríkirkjuprest og sr. Pál Þórð-
arson í Njarðvík, eins og tilkynnt var í fjöl-
miðlum á sínum tíma.
Ávarp til kandidata
Nú leggið þið upp héðan, kæru kandí-
datar, og vil ég þakka ykkur og áma heilla
á þeirri starfsbraut sem framundan er.
Hvaðeina sem maðurinn tekur sér fyrir
hendur er reist á ákvörðun. Persónuþroski
jafnt sem vísindafæmi byggist á óteljandi
ákvörðunum — grundvallast á því að
menn velji. Postulinn segir: „Sæll er sá
sem þarf ekki að áfella sig fyrir það
sem hann velur.“ Og við vitum það öll, að
hver og einn verður maður af því sem
hann hefur og gerir sér efni úr til aukinnar
lífshamingju, — ávaxtarsitt pund.
Það er hollt að minnast þess nú, er þjóð-
in, og þar með háskólinn, á við tíma-
bundna erfiðleika að stríða, hvernig ís-
lendingar brugðust við hinum hræðilegu
hörmungum Skaftáreldanna fyrir 200
árum. Á þeim tímum hefði núllpunktur-
inn frægi, sem nú er fundinn við fram-
leiðsluna á frystum sjávarafurðum, verið
sem velmegunarparadís og gósenland í
augum fólksins. En menn áttu kjark og
von og trú. íslensk menning, kristin menn-
ing heimilanna, gaf mönnum sálarstyrk og
taldi kjark í fólkið. í krafti hennar töldu
menn kjark í sjálfa sig.
Og er ekki starf Sigurðar heitins Þórar-
inssonar prófessors gott dæmi um gildi
rannsókna fyrirbúsetu í þessu landi og um
það, hvernig auka má þekkingarforða
okkar og miðla nýjum fróðleik til þjóðar-
innarallrar?
Þið, kandídatar góðir, megið búast við
að þurfa að aðlaga kunnáttu ykkar breytt-
um aðstæðum. Helst þurfið þið sjálf að
breyta aðstæðunum, ykkur og öðrum til
heilla. Spyrjið ykkur að því, hvað þið getið
lagt af mörkum til þjóðfélagsins, fremur en
því, hvað þjóðfélagið geti gert fyrir ykkur.
Guð veiti ykkur visku og blessun.