Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Page 20
18
Árbók Háskóla íslands
við Lánasjóðinn, heldur við fjölskyldur
ykkar og þjóðfélagið sem hafa fært fómir
og greitt götu ykkar. Þá skuld greiðið þið
með því að láta gott af ykkur leiða og skila
af ykkur arði, ýmist í mynd aukinnar
framleiðslu, miðlun eða öflun nýrrar
þekkingar, og með því að stuðla að fegurra
mannlífi, með því að vera til.
Ég þakka ykkur fyrir samfylgdina og
dugnaðinn. Ég óska ykkur hjartanlega til
hamingju með þennan áfanga í lífi ykkar.
Ykkur og fjölskyldum ykkar óska ég Guðs
blessunar.
Afhending prófskírteina 25. febrúar 1984
Ágœtu kandidatar!
Árið 1984 markar tímamót í lifi ykkar.
Þið haldið vonandi út í lífið fróðari en
áður um hvað þið megið ekki gera, en
einnig hafið þið lært hvað ber að gera í
mörgum tilvikum á ykkar sviði. Enn er
mörgum spurningum ósvarað.
Árið 1984 er runnið upp, og samnefnd
bók George Orwells frá 1949 vekur okkur
ósjálfrátt til umhugsunar um frelsi og
helsi, tæknina og Stóra bróður, lífið og til-
veruna. Er unnt að beita mannviti til þess
að búa til nýja hugsanastýrða manngerð og
nýta tæknina til kúgunar? Orwell vildi
með skrifum sínum sýna fram á að það
gœti gerst. Og vissulega sjáum við þess
merki í stórum hluta heimsins, að frjáls
hugsun og skoðanamyndun eru lagðar í
dróma.
I bók sinni Brave New World, þar sem
vísindamenn eru að skapa nýja mannteg-
und, lætur höfundurinn, Aldous Huxley,
söguhetjur sínar lifa kerfisbreytinguna af
sakir kærleikans, sem hafði gleymst í for-
ritinu. í sögu Orwells mistekst hins vegar
elskendunum að flýja. Forrit Stóra bróður
eru villulaus. 1
í bók George Mikes, Down with Every-
body, er íþróttamanninum Torony veittur
sá heiður í ríkinu Servilíu að sitja fundi í
vísindaakademíunni og hlusta á fyrirlestra
í kjarneðlisfræði og stjómfræði. Þetta er
síðar notað gegn honum til sönnunar því,
að hann stundi þjóðhættulega starfsemi.
Þannig minnir 1984 okkur á allt sem hefur
gerst og gæti gerst ef mannvonskan fær að
ráða. En Orwell sá ekki fyrir að með ör-
tölvubyltingunni er Litla bróður, einstakl-
ingnum, gert kleift að búa til eigin forrit og
það svo hratt að Stóri bróðir stendur hon-
um ekki snúning þar sem lýðræði ríkir.
Þrátt fyrir alla stærð og hraðvirkni í
tölvuheimi hafa einingar minnkað, kostn-
aður lækkað og fjölbreytni í hugbúnaði
aukist svo gífurlega að tölvurnar eru orðn-
ar hversdagsleg leiktæki og kennslutæki,
aukallsannars.
Háskólar hafa mikilvægu hlutverki að
gegna í þessu sambandi. Þaðan dreifist
kunnátta með nemendum um allt þjóðfé-
lagið. Háskólarnir stunda einnig þekking-
arleit og stuðla að hagnýtingu rannsókna.
Reynslan hefur kennt að nýjungar í há-
tækniiðnaði koma frá nýjum, smáum fyrir-
tækjum í háskólaumhverfi. Má þar nefna
fyrirtæki við Veg nr. 128 í Massachusetts
og í Silicon Valley í Kalifomíu, Kista í
Stokkhólmi, fyrirtæki í tengslum við
Chalmers í Gautaborg, þróunarfyrirtæki í
Þrándheimi, Uleáborg í Norður-Finn-
landi og víðar.
Það færist í vöxt í Háskóla íslands að
stundaðar séu þjónusturannsóknir og unn-
ið sé samkvæmt samningi að tilteknum