Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Page 23
Raeöur rektors Háskóla íslands
21
og þeir taka breytingum sjálfir. Reynslan
er alls staðar sú sama, að hátækniiðnaður
verði ekki efldur nema í náinni samvinnu
við háskóla, því að einungis þar er til nægi-
leg þekking til þess að vera í fararbroddi í
hátækniiðnaði. Þess má einnig geta, að
>,japaníseringin“ svonefnda hefur náð til
Norðurlanda, og í Danmörku og Svíþjóð
hafa stjórnvöld nýlega lagt fram áætlanir
með fastmótuðum fjárveitingartillögum,
þar sem menntun tæknimanna og rann-
sóknir háskóla eru stórefldar.
Eg vil geta þess, að unnið er að fjölmörg-
um áhugaverðum rannsóknarverkefnum
innan háskólans, og mætti hraða þeim
rannsóknum. Einnig má benda á að fjöl-
margir vel menntaðir menn á hátækni-
sviðinu munu koma til landsins á næstu
arum frá námi erlendis eða starfi, ef þeir fá
tækifæri til að beita sérþekkingu sinni hér
heima.
Eg tel að rekstur og þróun Reiknistofn-
unar háskólans sé gott dæmi um tengsl
Háskóla íslands við atvinnulífið, en helm-
lngur af tekjum Reiknistofnunar fæst fyrir
þjónustu sem seld er aðiljum utan skólans.
hetta hefur gert Reiknistofnun kleift að
endurnýja tækjakost og bæta þjónustu við
deildir háskólans, jafnframt því sem hún
er í fararbroddi um nýjungar á almennum
markaði. Minni aðaltölvu stofnunarinnar
Var stækkað á árinu. Útstöðvum fjölgaði
°g örtölvum. Með getumeiri og ódýrari
emmenningstölvum stefnir nú í fjölgun
þeirra, en þær yrði hægt að nota bæði einar
ser og með tengingu við aðaltölvu háskól-
ans; í*ess má geta, að einnig eru möguleik-
ar á tengingu við Skýrsluvélar ríkisins og
^eykjavíkurborgar svo og tölvu IBM í
Skaftahlíð. Ástæða er til að rifja það upp,
^ Háskóli íslands varð fyrstur til þess á
Norðurlöndum að gera kennslu í notkun
mfreikna skyldubundna í námi verkfræð-
lnga og viðskiptafræðinga. Talsvert af út-
seldri þjónustu Verkfræðistofnunar og
Naunvísindastofnunar tengist tölvunotk-
un, en einnig gerði Orðabók háskólans
samning við IBM á árinu um samningu ís-
lensks stafsetningarforrits o. fl.
Háskólinn hefur látið íslenskri mál-
nefnd í té húsnæði fyrir starfsemi hennar,
sem er rekin í tengslum við máltölvun, og
munu nýsett lög um íslenska málnefnd
treysta tengsl hennar og háskólans enn
frekar.
Jafnframt því sem háskólinn vill efla
þjónusturannsóknir ber honum skylda til
að stunda svonefndar grunnrannsóknir, og
styður reyndar hvað annað í þeim efnum.
En ekki er hægt að treysta á þá fjáröflunar-
leið eingöngu að selja þjónustu, og er
bókasafnið gott dæmi um það. Enda þótt
Háskólabókasafn kaupi meira en helming
af öllum erlendum vísindaritum safna í
landinu verður að finna leiðir til að auka
bókakaupafé þess verulega, ef við eigum
ekki að dragast aftur úr og forheimskast.
Erlend samskipti
Vegna samstarfs við Minnesotaháskóla
og í framhaldi af „Scandinavia To-Day“
veitti Bandaríkjastjórn 50 þúsund dollara
til gagnkvæmra kennaraskipta þess skóla
og Háskóla íslands. Er þetta ekki síst að
þakka dr. Carol Pazandak, aðstoðarmanni
rektors Minnesotaháskóla, sem dvalist
hefur hér á vormisseri til kennslu í náms-
ráðgjöf. Einn nemandi hefur verið í ís-
lenskunámi samkvæmt Minnesotasamn-
ingnum við Háskóla íslands á þessu náms-
ári og einn íslendingur við nám í klinískri
sálarfræði í Minnesota.
Unnið er að samningi um vistun nem-
enda í Vestur-Berlín og við fleiri þýska
háskóla. Þá eru að heQast samskipti við
hinn nýstofnaða háskóla í Rovaniemi í
Finnlandi, og í þessari viku var gerður
samningur um skipti nemenda og kennara
við Iowa-háskóla í Bandaríkjunum. Sam-
skiptin eru þegar hafin í félagsvísindum,
og næsta haust kemur hingað prófessor frá