Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Blaðsíða 85
Kennarar háskólans
83
tímaritum og öðrum ritröðum. Eru þessar
helstar: Ætt Kolbeins söguskrifara Hann-
essonar, Blanda, 8, 15; Lýsing og skýring á
efni handritsins Lbs. 2574—2575 8vo, Ár-
bók Landsbókasafns íslands 1950—51,
137; Skilgreining á Jónunum tveimur son-
um Finnboga gamla í Ási í Kelduhverfi,
Afmælisrit helgað Ólafi Lárussyni prófess-
or, Rv. 1955, 63; Steingrímsætt, Saga,
tímarit Sögufélags, 1 (1949 — 53), 190;
Auðbrekkubréf og Vatnsfjarðarerfðir,
sama rit, 3 (1962), 371; Faðerni Brands
lögmanns Jónssonar, s.r., 5 (1965), 123;
Ættir Gísla bónda, s.r., 6 (1968), 95; Ætt
kennd við Akra á Mýrum, s.r., 6 (1968),
108; Undanþágur frá banni við hjóna-
bandi fjórmenninga að frændsemi eða
mægðum i kaþólskum sið á íslandi, s.r., 7
(1969), 140; Hverra manna var Sigriður
Sigurðardóttir, kona Ólafs biskups Hjalta-
sonar, s.r., 9 (1970), 171; Árni Þórðarson,
Smiður Andrésson og Grundar-Helga,
S-r., 12 (1974), 88; Ætt Einars á Hraunum
1 Fljótum Sigurðssonar, s.r., 13 (1975),
152. Auk þess samdi hann nafnaskrá yfir
fyrsta bindi tímaritsins Sögu. Og til við-
bótar þessum ættfræðiritgerðum skulu
nefndar: Um íslenzka ættfræði og sýnis-
horn af ættarrannsóknum eftir fombréf-
Urn- Skírnir, Tímarit Hins íslenzka bók-
"lenntafélags, 135 (1961), 129; Ætt ívars
Hólms hirðstjóra Vigfússonar og niðja
hans, sama rit, 138 (1964), 68.
Á sviði réttarsögu má nefna þessar rit-
Serðir: Athuganir á veitingu lögmanna-
ernbættanna eða kjöri í þau, Tímarit lög-
ræðinga, 16 (1966), 7; Stutt lýsing á
^ljórnarráði íslands, Úlfljótur, tímarit
jaganema, 6, 1 (1953); Erfðamál frá 15.
o|d, sama rit, 24,4 (1971).
Loks má nefna greinaflokkinn íslenzkir
^ttstuðlar í tímaritinu Nýjar kvöldvökur
. 0 áfr.; Krossreið í tímaritinu Goða-
steini 1965, 2,8; Rúnasteinar og mann-
r®ði í Árbók Hins íslenzka fomleifafélags
^71,46.
Þá samdi Einar hluta atriðisorðaskrár í
8. bindi Alþingisbóka íslands og annaðist
útgáfu 9. bindis. Ásamt Benedikt Gísla-
syni frá Hofteigi annaðist hann útgáfu
hins mikla ættfræðirits séra Einars Jóns-
sonar á Hofi í Vopnafirði, Ættir Austfirð-
inga, 1,—9. bindi (1953 — 1968). Athuga-
semdir við Arnardalsætt birti hann i
þriðja bindi þess rits 1968 og mikið efni
lagði hann til Leiðréttinga og viðauka við
íslenzkar æviskrár I—V í sjötta bindi
þeirra 1976.
Eins og áður sagði var Einar skipaður
prófessor í ættfræði við lagadeild árið
1969. Var það vel ráðið að hann fékk nú
tækifæri til að helga sig algerlega ættfræði-
rannsóknum, en það fór nokkuð á annan
veg. Um mitt ár 1973 veiktist hann þannig
að starfsþrek hans þraut að miklu leyti.
Einar kvæntist 8. júní 1935 Kristjönu
Margréti (f. 20. apríl 1912), dóttur Jens
Vilhelms Nielsen útgerðarmanns í Hartle-
pool í Englandi og Guðrúnar Guðmunds-
dóttur. Þau áttu tvö börn:
Guðrúnu, f. 22. janúar 1937, gifta
Steingrími Gauti Kristjánssyni borgar-
dómara í Reykjavík.
Kristján, f. 14. febrúar 1939, starfs-
mann ríkisendurskoðunar, kvæntan
Gunnhildi Kristjánsdóttur.
Sigurður Líndal
Sigurður Þórarinsson, prófessor í jarð- og
landafræði, andaðist 8. febrúar 1983, 71
árs að aldri. Hann hafði þá nýlátið af
embætti sínu við háskólann og snúið sér
að tveimur meiri háttar verkefnum sem
voru komin talsvert á veg og honum mjög
í mun að ljúka, íslandshlutanum af al-
þjóðlegu riti um virk eldfjöll jarðar og riti
um Skaftárelda 1783. Enda hvarflaði ekki
annað að mönnum en að framundan væri
a. m. k. áratugur skrifta og rannsókna.