Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Side 87
Kennarar háskólans
85
rannsókn allra eldgosa á íslandi frá 1934
og skrifaði ritgerðir um flest þeirra.
Eftir því sem árin liðu varð eldfjalla- og
öskulagafræðin æ stærri þáttur í störfum
Sigurðar. Hann hélt þó áfram að skrifa um
margvísleg efni, jarðfræðileg sem önnur:
jöklafræði, frostverkun, fjarkönnun, sögu
og fornleifafræði, bækur og bókmenntir,
veðurfar og náttúruvernd. Eina bók gaf
hann út með ýmsum greinum, Skrafað og
skrifað (1948). Ritgerðir Sigurðar um
fræðileg efni urðu yfir 200 og ennþá fleiri
um almenn efni af ýmsu tagi.
Sigurður var maður mjög félagslyndur
og tók þátt í margvíslegu starfi af því tagi,
Jöklarannsóknafélaginu, Náttúrufræðifé-
laginu, Jarðfræðafélaginu, Ferðafélagi ís-
lands, Norræna félaginu. Þá var hann fé-
lagi í Vísindafélagi íslendinga og félagi eða
heiðursfélagi í fjölmörgum erlendum sam-
tökum.
I tilefni sjötugsafmælis Sigurðar 1982
var gefin út bókin Eldur er í norðri honum
td heiðurs, safn ritgerða eftir ýmsa vini
hans og samstarfsmenn. Þar er að finna
'tarlega ritgerð um Sigurð eftir Þorleif
Einarsson prófessor og ritaskrá Sigurðar
til 1982. í þeirri bók segir Halldór Laxness
Urn Sigurð:
»,Skemtilegri mann en Sigurð, og
meiri prýði í gestastofu, hef ég fáa vitað;
°8 eins þótt honum liggi ekki hátt rómur.
Eeingi hafði mér orðið starsýnt á háls-
bindi hans slegið úr smíðuðu silfri, en þeg-
ur ég spurði hvar fáist svona hálsbindi, hló
nann við og sagði „hvergi". Þessi fínbygði
námentamaður, ólíklegur til þrekrauna,
°8 ég hafði staðið að því í samkvæmum að
nafa á valdi sínu manna fjölbreyttasta skrá
nf glaðværum gítarsaungvum, — einmitt
nann hafði þá æðri köllun að vera, þvert
°faní vomur veðurstofunnar, fyrstur
jnanna á vettváng þar sem voru að verki
Pati eldspúandi íjöll ásamt með jarð-
skjalftum og jökulhlaupum sem guð hefur
gefið oss íslendíngum til áminníngar um
endi heimsins."
En Sigurður var ekki einasta fyrstur á
vettvang þegar almættið var með áminn-
ingar, heldur var hann afburðaglöggur
rannsóknarmaður, fljótur að greina sund-
ur kjarna og hismi, fljótur að skrifa, opinn
fyrir nýjungum til hinsta dags, fijór og
hugmyndaríkur; í stuttu máli, búinn flest-
um kostum góðs vísindamanns.
Sigurður Steinþórsson
Óskar Halldórsson, dósent í íslenskum
bókmenntum við heimspekideild, andað-
ist 11. apríl 1983.
Hann var fæddur í Kóreksstaðagerði í
Hjaltastaðaþinghá, Norður-Múlasýslu,
27. október 1921. Lauk kennaraprófi 1944
og stúdentsprófi utanskóla 1953. Hann
lagði stund á íslensk fræði við Háskóla ís-
lands og lauk kandídatsprófi í íslenskum
fræðum frá Háskóla íslands 1958. Hann
var kennari við Laugamesskólann
1944 — 1958, íslenskukennari við Kenn-
araskóla íslands 1958—64, námsstjóri í ís-
lensku við barna- og gagnfræðaskóla
1964—1968 og varð lektor í íslenskum
bókmenntum við Háskóla íslands 1968.
Hann var skipaður dósent 1. júli 1977, en
lét af störfum samkvæmt eigin ósk 1. októ-
ber 1980 til að helga sig fræðastörfum
óskiptur. Lektor var hann við Uppsalahá-
skóla í íslensku og íslenskum bókmennt-
um veturinn 1970—71.
Óskar var eljusamur fræðimaður og reit
fjölda bóka og ritgerða. Mörkuðust ritstörf
hans af glöggskyggni, en einnig af víðtækri
kennarareynslu á öllum stigum íslenska
skólakerfisins og í háskóla. Rannsóknir
hans beindust einkum að íslendingasög-
um og ljóðagerð 19. og 20. aldar, auk
þjóðsagna. Var hann t. d. um það þil
hálfnaður að gefa út þjóðsögur Sigfúsar
Sigfússonar, og voru fyrstu fjögur bindin