Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Síða 90

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Síða 90
88 Árbók Háskóla íslands 1937. Bók hans Sturlungaöld var braut- ryðjandaverk, þýdd á Oölmörg tungumál, og bók skrifaði hann í léttum dúr, Á Njálsbúð. Stærsta verk hans var fyrsta bindi bók- menntasögu íslands, íslenzkar bókmennt- ir ífornöld, en honum entist ekki heilsa til né aldur að ljúka öðrum bindum þessa mikla verks. Hann var þjóðsagnafræðing- ur mikill og gaf auk rannsókna út alþýðleg verk, er bárust víða. Fagrar heyrði ég raddirnar og Leit ég suður til landa vörp- uðu dýrðarljóma á kvæði og laust mál fyrri alda í hugum almennra lesenda. Þá lagði hann mikla alúð við kynningu forn- sagna í útvarpi með upplestrum og sam- felldum dagskrám um margvísleg efni. Ævistarf Einars Ólafs var að drjúgum hluta tengt rannsóknum á íslendingasög- um, eins og að líkum lætur. Fékkst hann bæði við handritarannsóknir og bók- menntarýni þeirra. Gaf hann út margar ís- lendingasögur, og eru formálar hans sjálf- stæð ritverk. Hann var auk þess útgáfu- stjóri Fornritafélagsins um langa hríð. Endurheimt íslensku handritanna frá Kaupmannahöfn lét hann sig miklu varða, og þegar lokasókn íslendinga í handritamálinu var hafin var Einar Ólaf- ur skipaður formaður „handritanefndar- innar“ og varð brátt helsti ráðunautur rík- isstjórnarinnar um það, hvaða handrit skyldi leggja þyngsta áherslu á að fá heim. Hann var skipaður fyrsti forstöðumað- ur Handritastofnunar íslands (síðar Árna- stofnunar) og tókst á hendur þau fjölþættu verkefni er því fylgdu. Bygging húss er hýsa skyldi handritin naut árvekni hans um öll stór sem smá atriði, og er stofnunin var komin á sinn stað mótaði hann rann- sóknarlag og vinnutilhögun alla. Naut stofnunin hygginda og smekkvísi hans á mörgum sviðum. Hróður Einars Ólafs barst víða um lönd, og var hann sæmdur akademískum heiðri í mörgum menntasetrum álfunnar. Fyrirlestraferðir fór hann margar, en hin- ar lengstu til Kína í austri og Kaliforníu í vestri. Ætíð var kona hans, Kristjana Þor- steinsdóttir, með í för, enda voru þau sem einn maður, og heimili þeirra við Odda- götu var miðstöð erlendra sem innlendra fræðimanna. Einar Ólafur Sveinsson var skáldmælt- ur vel og voru vísindastörf hans og rann- sóknir sveipaðar purpurakápu draumsins, ljóðsins og ævintýrsins. Hann vann hvern dag sem væri hann hans síðasti, en undi best við þá list sem aldrei deyr. „Hver dagur er Drottinsdagur“, mælti hann eitt sinn. Kristnar menntir Evrópu og íslands voru hans eftirlæti. ÞKÞ Ólafur Jóhannesson, fyrrum prófessor í lögfræði og forsætisráðherra, andaðist 20. maí 1984. Ólafur Jóhannesson var fæddur í Stór- holti í Fljótum í Skagafirði 1. mars 1913. Hann varð stúdent 1935 og lauk glæsilegu embættisprófi í lögfræði 1939. Hann stundaði fyrstu árin eftir lögfræðinám ýmis lögfræðistörf í Reykjavík, þ. á m. málflutningsstörf og störf í þágu Sam- bands íslenskra samvinnufélaga, og sæti átti hann í viðskiptaráði. Árin 1945 — 1946 stundaði hann framhaldsnám í lögfræði við Stokkhólmsháskóla. Sat hann í fyrstu sendinefnd íslendinga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1946. Ólafur var settur prófessor í lögfræði við Háskóla íslands 10. febrúar 1947, en skip- aður 13. september 1948. Aðalkennslu- greinar hans voru ríkisréttur, stjórnlaga- fræði og stjómarfarsréttur, en jafnframt allt til 1954 réttarfar og eftir það eignar- réttur allt til 1967. Þá kenndi hann einnig um hríð þjóðarétt og alþjóðlegan einka- málarétt o. fl. Ólafur tók snemma þátt í stjórnmálum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.