Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Síða 92
90
Árbók Háskóla ísiands
maður að allri gerð, en bjó þó yfír góðri
kímnigáfu, sem vel naut sín á góðra vina
fundi.
Ármann Snœvarr
Trausti Einarsson, prófessor emeritus við
verkfræði- og raunvísindadeild, lést 26.
júlí 1984.
Hann var fæddur í Reykjavík 14. nóv-
ember 1907. Trausti ólst upp í Vest-
mannaeyjum, þar til hann fór í Mennta-
skólann í Reykjavík, en þaðan lauk hann
stúdentsprófi 1927. Trausti og Leifur Ás-
geirsson hlutu svonefndan stóran styrk og
fóru saman til náms í Göttingen, sem þá
var háborg eðlisfræði og stærðfræði. Þar
lauk Trausti doktorsprófi í stjörnufræði
árið 1934 með kennilega eðlisfræði og
stærðfræði sem aukagreinar. Doktorsrit-
gerð hans fjallaði um athuganir á kórónu
sólar.
Þegar Trausti kom heim gerðist hann
kennari við Menntaskólann á Akureyri
1935. Engin aðstaða var til stjarnfræði-
rannsókna, en Trausti fylgdi hvatningu
kennara sinna að beita þekkingu sinni á
jarðfræði og varð brátt athafnasamur á því
sviði.
Vegna styrjaldarástands var tekin upp
kennsla til fyrri hluta prófs í verkfræði við
Háskóla íslands haustið 1940. í tilefni
hennar var Trausti fenginn að láni til
tveggja ára frá Akureyri með óbreyttum
launum árið 1944. Ári síðar var verk-
fræðideild stofnuð með þremur prófessor-
um, Finnboga Rúti Þorvaldssyni, Leifi
Ásgeirssyni og Trausta Einarssyni, og
varð Trausti fyrsti forseti deildarinnar.
Kennslugreinar Trausta voru aflfræði og
eðlisfræði. Síðar færðist kennslusvið hans
yfir á jarðfræði fyrir verkfræðinema og
jarðeðlisfræði. Trausti var afburðakennari
í þeim efnum sem voru honum hugleikin
á sviði aflfræði og jarðfræði. Iðulega hafði
hann sjálfur bætt við fræðin eða hnotið
um kenningar sem nutu almennrar hylli
en voru byggðar á veikum grunni, sem
honum sýndist við einfalda fræðilega
athugun að ekki gæti staðist. Gegn þessum
kenningum réðst Trausti með skörpum
rökum og slíkum sannfæringareldi að ekk-
ert stóð fyrir.
Trausti var atkvæðamikill innan verk-
fræðideildar og átti á sínum tíma þátt í að
Raunvísindastofnun komst á laggirnar og
upp var tekin kennsla til lokaprófs í verk-
fræði við deildina. Lengst mun hans þó
minnst vegna rannsókna. Rannsóknir
voru honum svo rík ástríða, að hann lét
ekkert tóm ónotað til fræðistarfa svo lengi
sem hann hafði þrek til. Eftir hann liggur
feiknmikið starf á sviði jarðeðlisfræði og
jarðfræði sem dæma má af rúmlega 100
birtum greinum og bókum. Ritskrá um
þessi verk mun birtast í tímaritinu Jökli á
næstunni.
Á sviði jarðfræði lét Trausti fyrst að sér
kveða um jarðhita og varð landskunnur
fyrir hlut sinn til að vekja gos í Geysi. Með
riti Vísindafélagsins 1942 Vberdas Wesen
der heissen Quellen Islands lagði hann
grundvöll að skilningi á uppruna og eðli
jarðhita, sem meginhluti jarðhitarann-
sókna byggir enn á. Hann var einn af rit-
stjórum ritraðar Vísindafélagsins um
Heklugosið 1947—48 og lýsti þar merkum
athugunum sínum á eðliseiginleikum
hrauns og hegðan gosmakkarins. Trausti
kortlagði þyngdarsvið landsins og upp-
götvaði þá þyngdarlægð sem einkennir
berggrunninn undir landinu. Þyngdar-
kortið og túlkun þess birti hann í riti Vís-
indafélagsins 1954. Hann lagði með Þor-
birni Sigurgeirssyni grundvöll að bergseg-
ulmælingum og beitti mælingum á segul-
stefnu í hraunum til að flokka bergið i
syrpur eftir segulsviðsskeiðum. Þessar
rannsóknir höfðu verulegt alþjóðlegt gildi
þar sem þær ráku smiðshöggið á tilgátuna
um pólskipti jarðsegulsviðsins og stuðl-