Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Síða 92

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Síða 92
90 Árbók Háskóla ísiands maður að allri gerð, en bjó þó yfír góðri kímnigáfu, sem vel naut sín á góðra vina fundi. Ármann Snœvarr Trausti Einarsson, prófessor emeritus við verkfræði- og raunvísindadeild, lést 26. júlí 1984. Hann var fæddur í Reykjavík 14. nóv- ember 1907. Trausti ólst upp í Vest- mannaeyjum, þar til hann fór í Mennta- skólann í Reykjavík, en þaðan lauk hann stúdentsprófi 1927. Trausti og Leifur Ás- geirsson hlutu svonefndan stóran styrk og fóru saman til náms í Göttingen, sem þá var háborg eðlisfræði og stærðfræði. Þar lauk Trausti doktorsprófi í stjörnufræði árið 1934 með kennilega eðlisfræði og stærðfræði sem aukagreinar. Doktorsrit- gerð hans fjallaði um athuganir á kórónu sólar. Þegar Trausti kom heim gerðist hann kennari við Menntaskólann á Akureyri 1935. Engin aðstaða var til stjarnfræði- rannsókna, en Trausti fylgdi hvatningu kennara sinna að beita þekkingu sinni á jarðfræði og varð brátt athafnasamur á því sviði. Vegna styrjaldarástands var tekin upp kennsla til fyrri hluta prófs í verkfræði við Háskóla íslands haustið 1940. í tilefni hennar var Trausti fenginn að láni til tveggja ára frá Akureyri með óbreyttum launum árið 1944. Ári síðar var verk- fræðideild stofnuð með þremur prófessor- um, Finnboga Rúti Þorvaldssyni, Leifi Ásgeirssyni og Trausta Einarssyni, og varð Trausti fyrsti forseti deildarinnar. Kennslugreinar Trausta voru aflfræði og eðlisfræði. Síðar færðist kennslusvið hans yfir á jarðfræði fyrir verkfræðinema og jarðeðlisfræði. Trausti var afburðakennari í þeim efnum sem voru honum hugleikin á sviði aflfræði og jarðfræði. Iðulega hafði hann sjálfur bætt við fræðin eða hnotið um kenningar sem nutu almennrar hylli en voru byggðar á veikum grunni, sem honum sýndist við einfalda fræðilega athugun að ekki gæti staðist. Gegn þessum kenningum réðst Trausti með skörpum rökum og slíkum sannfæringareldi að ekk- ert stóð fyrir. Trausti var atkvæðamikill innan verk- fræðideildar og átti á sínum tíma þátt í að Raunvísindastofnun komst á laggirnar og upp var tekin kennsla til lokaprófs í verk- fræði við deildina. Lengst mun hans þó minnst vegna rannsókna. Rannsóknir voru honum svo rík ástríða, að hann lét ekkert tóm ónotað til fræðistarfa svo lengi sem hann hafði þrek til. Eftir hann liggur feiknmikið starf á sviði jarðeðlisfræði og jarðfræði sem dæma má af rúmlega 100 birtum greinum og bókum. Ritskrá um þessi verk mun birtast í tímaritinu Jökli á næstunni. Á sviði jarðfræði lét Trausti fyrst að sér kveða um jarðhita og varð landskunnur fyrir hlut sinn til að vekja gos í Geysi. Með riti Vísindafélagsins 1942 Vberdas Wesen der heissen Quellen Islands lagði hann grundvöll að skilningi á uppruna og eðli jarðhita, sem meginhluti jarðhitarann- sókna byggir enn á. Hann var einn af rit- stjórum ritraðar Vísindafélagsins um Heklugosið 1947—48 og lýsti þar merkum athugunum sínum á eðliseiginleikum hrauns og hegðan gosmakkarins. Trausti kortlagði þyngdarsvið landsins og upp- götvaði þá þyngdarlægð sem einkennir berggrunninn undir landinu. Þyngdar- kortið og túlkun þess birti hann í riti Vís- indafélagsins 1954. Hann lagði með Þor- birni Sigurgeirssyni grundvöll að bergseg- ulmælingum og beitti mælingum á segul- stefnu í hraunum til að flokka bergið i syrpur eftir segulsviðsskeiðum. Þessar rannsóknir höfðu verulegt alþjóðlegt gildi þar sem þær ráku smiðshöggið á tilgátuna um pólskipti jarðsegulsviðsins og stuðl-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.