Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Side 100
98
Árbók Háskóla íslands
Rektor lagði fram svofellda tillögu að
úthlutun tækjakaupaijár 1984:
kr.
Guðfræðideild 50.000
Læknadeild 1.300.000
Námsbraut í hjúkrunarfræði 25.000
Námsbraut í sjúkraþjálfun 25.000
Lagastofnun 50.000
Heimspekideild 500.000
Verkfræði- og raunvísindadeild 2.000.000
íþróttakennsla 50.000
Bókasafn 300.000
Sameiginlegar þarfir 1.200.000
5.500.000
Tölvur og tölvubúnað skal velja í sam-
ráði við Reiknistofnun og rektor.
Jafnframt tók rektor fram að þarfir við-
skiptadeildar og félagsvísindadeildar muni
leystar í tengslum við byggingu Hugvís-
indahúss og lyfjafræði lyfsala í tengslum
við innréttingu væntanlegs leiguhúsnæðis.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
08.03.84
Lagt fram bréf mrn., dags. 8. þ. m. Fjár-
Iaga- og hagsýslustofnun hefur fallist á 100
þús. króna aukafjárveitingu til sameigin-
legra kaupa Raunvísindastofnunar, verk-
fræði- og raunvísindadeildar og Hitaveitu
Reykjavíkur á ,jónaskiptakrómatógraf-
tæki“. 15.12.83
Gjald af þjónusturannsóknum
Rektor lagði fram svofellda tillögu um
töku aðstöðugjalds af seldri þjónustu:
„Lagt skal aðstöðugjald á útselda þjón-
ustu til aðila utan háskólans sem nemur
10% af vergum tekjum. Gjaldið tekur til
þeirra aðila, sem eru á fjárlögum háskól-
ans, og gildir hvort sem verkefni eru þar
skráð á stofnanir, deildir, námsbrautir eða
einstaklinga. Gjaldið rennur til Rann-
sóknasjóðs háskólans og til frjálsrar rann-
sóknastarfsemi. Gjaldtaka hefst 1. mars
1983, og skal fært jafnóðum og verkefnin
eru greidd.“
Eftir nokkrar umræður var tillagan sam-
þykkt samhljóða. 27.01.83
Tollar af rannsóknatækjum
Lagt fram bréf Qárhags- og viðskipta-
nefndar neðri deildar Alþingis, dags. 9.
mars s.l., ásamt frumvarpi til laga um
breytingu á lögum nr. 120/1976, um toll-
skrá o. fl. Frumvarpið felur í sér heimild
til að fella niður eða endurgreiða gjöld af
vísindatækjum og búnaði sem ætlaður er
til notkunar hjá viðurkenndum rannsókn-
araðilum. Óskað er umsagnar um frum-
varpið.
Lögð er fram umsögn rektors, dags. 24.
þ. m. Leggur hann mikla áherslu á að
frumvarpið verði að lögum sem allra fyrst,
því að hér sé um gífurlegt hagsmunamál
fyrir Háskóla íslands að ræða. 26.04.84
Háskólaforlag
Rektor lagði fram tillögu um stofnun
háskólaforlags og drög að reglum um
starfsemi þess. Er þar gert ráð fyrir að
heimild verði veitt til þess að verja allt að
500 þús. kr. úr háskólasjóði til útgáfustarf-
semi á háskólaárinu 1983 — 1984. Af-
greiðslu varfrestað. 06.10.83
Rektor lagði fram tillögu um að háskól-
inn annist sjálfur útgáfu íslandsalmanaks
háskólans. Einnig lögð fram greinargerð
dr. Þorsteins Sæmundssonar um þessa
hugmynd. Rektor skýrði ástæður sínar til
tillögugerðarinnar. Tillagan samþykkt
samhljóða. 30.05.84
Keldnaholt
Kynnt voru samkomulagsdrög um mál-
efni Keldna og Keldnaholts, makaskipti á
löndum o. fl. Rektor skýrði frá skipun og
störfum nefndar, sem að þessu máli hefur
unnið að undanförnu, og lyktum málsins.