Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Page 102
100
Árbók Háskóla íslands
or, Ragnar Ingimarsson prófessor og Kol-
beinn Arinbjarnarson stúdent. 17.05.84
Minningarsjóöur Jóns Jóhannessonar
Staðfest skipulagsskrá lögð fram. í
stjóm sjóðsins til þriggja ára voru kosnir
Ólafur Oddsson, cand. mag., Þórhallur
Vilmundarson prófessor og Jón Samson-
arson handritafræðingur.
14.04.83 30.06.83 14.07.83
Minningarsjóður Theodórs Johnson
Tveir styrkir veittir, hvorað upphæð kr.
5.000. 09.12.82 I3.0l.83
Olav Brunborg sjóður
Samþykkt var að mæla með því við
Háskólann í Osló að styrkur ársins 1982
yrði veittur Stefáni V. Snævarr og styrkur
ársins 1983 Magnúsi Þór Jónssyni. Styrk-
upphæð 5.000 n.kr. 09.12.82 24.11.83
Rannsóknasjóður
Á árinu 1982 var úthlutað úr sjóðnum
til fastra kennara kr. 431.000 og til stunda-
kennara kr. 309.600.
í stjórn sjóðsins til eins árs voru kjömir
1983 Snorri Páll Kjaran aðjúnkt og dr.
Þráinn Eggertsson prófessor. 1984 voru
kjörnir Snorri Páll Kjaran aðjúnkt og Sig-
urður Pétursson lektor.
13.01.83 27.01.83 08.03.84
Sjóöur Þorvalds Thoroddsen
í stjórn var kjörinn dr. Sigurður Stein-
þórsson prófessor. 13.09.83
Verðlaunasjóður Alfreds Benzon
Samþykkt, að tillögu stjómar lyijabúðar
H.Í., að verja kr. 30.000 af tekjum lyQa-
búðarinnar árið 1982 í verðlaunasjóðinn.
19.05.83
Endurskoðendur
Endurskoðendur sjóða háskólans voru
endurkjömir prófessoramir Árni Vil-
hjálmsson og Gaukur Jörundsson.
24.02.83
VI. Gjaflr1)
Forseti guðfræðideildar skýrði frá því,
að Guðfræðistofnun hafi hinn 28. des. s.l.
borist frá stjórn Elli- og hjúkrunarheimil-
isins Grundar í Reykjayík Qárhæð að upp-
hæð 100 þúsund kr. til stofnunar Starfs-
sjóðs Guðfræðistofnunar Háskóla íslands.
Gjöfin er gefin til minningar um stofnend-
ur Elli- og hjúkrunarheimilisins og þrjá
aðra nafngreinda menn. 13.01.83
Lagt fram bréf IBM á íslandi, dags. I.
þ. m. Eru Háskóla íslands boðnar að gjöf
tvær IBM PC/XT vélar ásamt hugbúnaði.
Sú kvöð er á gjöfinni, að vélbúnaður þessi
verði eingöngu notaður til að koma á fót
vísi að hugbúnaðariðnaði hérlendis sem
Háskóli íslands hefði forgöngu um.
Ennfremur lagt fram bréf rektors, dags. 8.
þ. m., þar sem hann þakkar gjöfina.
23.08.84
■) Sjá einnig 9. kafla, Annál, og 10. kafla, Háskólabókasafn.