Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Page 103
Kaflar úr gerðabókum háskólaráðs
101
VII. Málefni kennara
Lækkun kennsluskyldu vegna aldurs
Lagt fram til kynningar bréf verkfræði-
og raunvísindadeildar, dags. 10. maí s.l. Er
þar fjallað um tillögu eðlisfræðiskorar um
lækkaða kennsluskyldu vegna aldurs. Þyk-
ir deildarráði eðlilegt að tekið verði tillit
til aldurs við ákvörðun kennsluskyldu eða
við mat á kennsluvinnu, en vísar málinu
til háskólaráðs. Umræðum var frestað.
14.07.83
Stundakennarar
Rektor lagði fram tillögu um að skipuð
verði nefnd til að gera tillögur um málefni
stundakennara. Leggur hann til að í nefnd-
inni verði kennslustjóri, sem formaður,
einn fulltrúi tilnefndur af Félagi háskóla-
kennara og einn fulltrúi tilnefndur af Sam-
tökum stundakennara. Samþykkt sam-
hljóða. 13.01.83
Kennslustjóri gerði grein fyrir störfum
nefndar er falið var að fjalla um réttindi og
skyldur stundakennara við Háskóla ís-
lands. Lagði hann fram hugmyndir um ný-
lektora, þ. e. ráðningu lektora tímabundið
og útfærslu á vinnuskyldu þeirra í sérstök-
um ráðningarsamningi. Nokkrar umræð-
ur spunnust um þetta mál, en engin
ákvörðun tekin. 05.07.84
VIII. Málefnistúdenta
Félagsstofnun stúdenta
Lagt fram bréf mrn., dags. 11. jan. s.l.
Tryggvi Agnarsson lögfræðingur skipaður
fulltrúi ráðuneytisins í stjórn Félagsstofn-
unar stúdenta til tveggja ára frá 1. janúar
1984. Varafulltrúi hans er Árdís Þórðar-
dóttir rekstrarhagfræðingur. 09.02.84
Skrásetningargjald fyrir
næsta háskólaár
Fram var lagt bréf Stúdentaráðs, dags. í
dag. Er þar lagt til að gialdið verði ákveðið
kr. 1.000.
Einnig lagt fram bréf stjórnar Félags-
stofnunar stúdenta, dags. í dag. Er þar lagt
til að gjaldið verði ákveðið kr. 1.225 og að
uiismunurinn renni óskertur til Félags-
stofnunar til ákveðinna verkefna.
Fulltrúar stúdenta gerðu grein fyrir
sjónarmiðum Stúdentaráðs. Á fundinn
komu Sigurður Skagfjörð Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúd-
enta, og Valdimar Hergeirsson aðjúnkt,
sem er fulltrúi háskólaráðs í stjórn Félags-
stofnunar. Gerðu þeir grein fyrir sjónar-
miðum stjórnar Félagsstofnunar. Eftir
nokkrar umræður var tillaga Stúdentaráðs
samþykkt með 12 samhljóða atkvæðum.
28.04.83
Lagt fram bréf stjómar Félagsstofnunar
stúdenta, dags. 13. þ. m. Mótmælt er
„furðulegri" afgreiðslu háskólaráðs á til-
lögum um upphæð skrásetningargjalda
fynr háskólaárið 1983 — 1984. Er talið
ótrúlegt að háskólaráð skuli ekki „lita við
rökstuddum fjárþörfum Félagsstofnunar
stúdenta". 19.05.83
Húsnæðismál
Lagt fram bréf mrn., dags. 10. nóv. 1983.
Háskóli íslands beðinn að tilnefna einn
fulltrúa í nefnd sem ráðuneytið hyggst
skipa til þess að leita lausna á húsnæðis-