Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Qupperneq 105
Kaflar úr geröabókum háskólaráðs
103
„Háskólaráð samþykkir að vísa frá til-
lögu deildarráðs læknadeildar frá 22. apríl
1983 um Ijöldatakmarkanir í læknadeild
árið 1984 þar sem tillagan er ólögleg, sbr.
72. gr. og 75. gr. reglugerðar fyrir Háskóla
íslandsnr. 78/1979.“
Tillagan var felld með 9 atkvæðum gegn
4.
Tillaga læknadeildar var samþykkt með
8 atkvæðumgegn 6. 19.05.83 03.06.83
Lagt fram bréf læknadeildar, dags. 22.
mars 1984. Er þar lagt til að fjöldi nem-
enda, sem teknir verða inn á 2. námsár í
læknisfræði haustið 1985, verði takmark-
aður eftir sömu reglum og undanfarin 3 ár.
Miðað er við grunntöluna 36 að viðbætt-
um allt að 6 erlendum stúdentum sem
standast öll próf 1. árs.
Fram var lögð greinargerð læknadeild-
ar, dags. 30. apríl s.I., ásamt fylgiskjölum.
Ennfremur lögð fram samþykkt deildar-
fundar læknadeildar frá 6. febr. 1981 um
hvernig velja skuli stúdenta inn á 2. náms-
ár.
Tillaga læknadeildar var samþykkt með
8 atkvæðum gegn 5.
26.04.84 17.05.84
Lyfjafræði lyfsala
Lagt fram bréf stjórnarnefndar lyfja-
fræði lyfsala, dags. 24. þ. m., þar sem þess
er óskað, að fjöldi nýstúdenta við deildar-
hlutann verði á hausti 1983 takmarkaður
við töluna 25, en 54 hafa sótt um nám við
deildarhlutann. Ennfremur lögð fram
ályktun Félags lyljafræðinema, dags. 23.
þ. m. Telja þeir deildarhlutann ekki anna
fleiri nemum en 24 á hverju ári.
Eftir allmiklar umræður var borin undir
atkvæði tillaga stjórnarnefndar lyfjafræði
lyfsala. Var hún felld með 10 atkvæðum
gegn 3. 25.08.83
Lögð var fram tillaga stjómarnefndar í
lyfjafræði lyfsala, dags. 3. okt. 1983, um að
sá fjöldi stúdenta, sem leyfður verði að-
gangur að námi á 2. námsári haustið 1984,
verði takmarkaður við töluna 15. Á fund-
inn kom Vilhjálmur G. Skúlason prófess-
or, og lagði hann fram stutta greinargerð
um vistunarmöguleika lyfjafræðinema í
stofnunum til verklegrar þjálfunar.
Ólína Þorvarðardóttir bar fram tillögu
um að nefnd verði skipuð til þess að gera
úttekt á þörf fyrir aðgangstakmarkanir í
lyfjafræði lyfsala. Nefndin skili áliti fyrir
30. þ. m. Tillagan var samþykkt með 6
atkvæðum gegn 3. í nefndina voru skipað-
ir kennslustjóri, Ásgeir Jónsson, stud. jur.,
og Jónas Hallgrímsson prófessor.
Fram var lögð greinargerð um kennslu-
aðstöðu í lyfjafræði lyfsala frá meiri hluta
nefndar er skipuð var á síðasta fundi, þeim
Halldóri Guðjónssyni og Jónasi Hall-
grímssyni. Einnig var lögð fram greinar-
gerð Guðvarðar Más Gunnlaugssonar,
sem var í minni hluta í nefndinni. Tillaga
stjórnarnefndar lyfjafræði lyfsala var felld
með 8 atkvæðum samhljóða. Varatillaga
stjórnarnefndar um, að 15 nemendum
skuli heimilað að setjast á 2. misseri fyrsta
námsárs að afloknum janúarprófum, var
felld með 6 atkv. gegn 5.
Rektor bar fram tillögu um að 15 stúd-
entum skuli heimilað að heQa nám á 2.
námsári haustið 1985. Var hún samþykkt
með8atkv. gegn5. 03.11.83
12.01.84 26.04.84 17.05.84 30.05.84
Heimspekideild
Lögð fram tillaga heimspekideildar,
dags. 5. janúar s.l., þar sem óskað er breyt-
ingar á 98. gr. reglugerðar háskólans, þess
efnis, að deildin geti með samþykki há-
skólaráðs sett inntökuskilyrði varðandi
lágmarksnám eða lágmarkseinkunnir í
einstökum greinum eða greinaflokkum.
Deildarforseti gerði grein fyrir tillögunni.
Eftir nokkrar umræður var afgreiðslu
frestað. 05.07.84