Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Page 112
110
Árbók Háskóla íslands
Færeyjum 17. júlí 1940. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Foroyja studentaskúla árið
1962 og kandídatsprófi í sagnfræði og
ensku frá Kaupmannahafnarháskóla árið
1972. Frá árinu 1971 hefur hann verið
kennari við Foroyja studentaskúla. Hans
Jacob Debes er fyrsti Færeyingurinn sem
ver doktorsritgerð við Háskóla íslands.
Gjafir1
Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og
Sigurliöa Kristjánssonar
Sigurliði Kristjánsson kaupmaður (Silli &
Valdi) og kona hans Helga Jónsdóttir
stofnuðu með erfðaskrá sinni tvo sjóði til
eflingar vísindum við Háskóla íslands,
annan í læknadeild og hinn í verkfræði- og
raunvísindadeild. Skipulagsskrár sjóð-
anna eru dagsettar 14. júlí 1980, og hefur
nú verið úthlutað úr öðrum þeirra í fyrsta
sinn.
Heitir annar sjóðurinn Minningarsjóð-
ur Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristj-
ánssonar til stuðnings nýjungum í lceknis-
frœði, og hefur hann það markmið að
styðja við nýjungar í læknisfræði, einkum
á sviði heila- og hjartaskurðaðgerða,
augnlækninga og öldrunarsjúkdóma.
I sjóðsstjórn eru Birgir Jóhannsson
tannlæknir, Ellen Snorrason forstöðu-
maður og dr. Gunnar Guðmundsson pró-
fessor. Ekki hefur verið úthlutað úr sjóðn-
um.
Hinn heitir Minningarsjóður Helgu
Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar til
styrktar stúdentum í raunvísindanámi.
Hefur hann það markmið að styrkja efna-
litla stúdenta með góða námshæfileika
sem einkum leggja stund á raunvísinda-
nám.
í sjóðsstjórn eru dr. Ragnar Ingimarsson
prófessor (formaður), Sigurður Guð-
mundsson, löggiltur endurskoðandi, og
Helga Áberg ritari.
Á árinu 1984 var úthlutað úr sjóðnum í
fyrsta sinn. Uthlutað var fimm styrkjum,
hverjum að upphæð 50.000 kr.
Stofnfé hvors sjóðsins um sig er 12.5%
af nettósöluandvirði eignarhluta hjónanna
Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjáns-
sonar í fyrirtækinu Silli & Valdi, reiðufé
og skuldabréf. Stofnfé skal haldast óskert,
og ber að ávaxta það í vísitölutryggðum
ríkisskuldabréfum eða með öðrum jafn-
tryggum hætti, en tekjur sjóðsins eru vext-
ir af stofnfé. Leita skal staðfestingar for-
seta íslands á skipulagsskrám sjóðanna.
Gjöf til líffræðistofnunar
Líffræðistofnun Háskóla íslands barst
vegleg gjöf frá Alexander von Humboldt
stofnuninni í Þýskalandi haustið 1982.
Eru það (a) litrófsljósmælir UV-Vis, (b)
hitabað með dælu og (c) skrifari fyrir
litrófsmælinn. Eru tækin einkum ætluð til
rannsókna og kennslu á sviði örverufræð-
innar.
(Fr.br. H.í. 4, 8. tbl.)
Gjöf til jarðfræðiskorar
Jarðfræðiskor verkfræði- og raunvís-
indadeildar barst í upphafi árs 1983 verð-
mæt gjöf frá íslenska álfélaginu, röntgen-
tæki til kristalgreininga (X-ray diffracto-
meter). Kemur það í stað eldra tækis, sem
ónýtt var. Gjöf þessi er geysiverðmæt, þótt
tækið sé 10 ára gamalt, kostar nýtt hálfa
sjöundu millj. kr. Fjármálaráðuneytið
heimilaði að öll aðflutningsgjöld yrðu nið-
ur felld.
(Fr.br. H.í. 5,2. tbl.)
' Sjá einnig VI. kafla í „Köflum úr gerðabókum háskólaráðs" og ræður rektors á háskólahátiðum í júní
1983 og 1984.