Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Qupperneq 114
10
Háskólabókasafn
Yfirlit það, sem hér fer á eftir, tekur til
almanaksáranna 1982 — 1983. Áður hafa
komið út ársskýrslur Háskólabókasafns
fyrir hvort þessara ára um sig. Hér er því
um að ræða samsteypu og um leið útdrátt
úr þessum tveimur skýrslum, sem báðar
eru fáanlegar í safninu.
1. Inngangur
Háskólabókasafni bárust óvenjuverðmæt-
ar gjafir á þessu tímabili, og er þeim lýst í
3. kafla hér á eftir. Upp úr gnæfir hin ein-
stæða gjöf dr. Jóns Steffensens, fyrrv. pró-
fessors, sem í framtíðinni mun búa mjög í
haginn fyrir rannsóknir á sögu íslenskra
heilbrigðismála. Þá kemur hin rausnar-
lega gjöf Blackwell-forlagsins í sérlega góð-
ar þarfir i þeim miklu þrengingum sem
safnið býr við varðandi öflun nýrra vís-
indarita.
Háskólabókasafn skilaði í desember
1983 framlagi sínu til skýrslu þróunar-
nefndar H.Í., er taka skal til áranna
1985 — 89. Þar kemur m. a. fram, að líkur
fari nú óðum minnkandi á því að safnið
flytjist í Þjóðarbókhlöðu á þessum áratug.
Bent er á, að háskólinn þyrfti aö leggja
meiri áherslu á það en hingað til, að bygg-
ingunni verði hraðað, og láta það koma
skýrar fram opinberlega, hvaða vanda hún
leysir fyrir háskólann. Allt bókarými
safnsins er fullnýtt og einu úrræðin í þeim
efnum eru bundin við leiguhúsnæði í
geymslum utan safns. Þá eru lesstofur
dreifðar og sumar laklega nýttar, en lestr-
arrými nálega ekkert í aðalsafni. Lagt er til
að úr verði bætt annaðhvort með tíma-
bundinni notkun hátíðasals sem les- og
handbókarýmis eða bráðabirgðabyggingu,
sem tengist aðalsafni.
Föstum stöðum í safninu hefur ekki
fjölgað síðan 1975, þrátt fyrir verulega
ljölgun kennara og sérfræðinga og um
þriðjungsfjölgun stúdenta. Eigi að síður
hefur þjónusta safnsins verið aukin á
margan veg, og munar þar líklega mest um
fjölgun millisafnalána. Þar er um að ræða
úrræði sem eðlilegt er að menn grípi til,
þegar ritakaup standa í stað eða dragast
jafnvel saman. Lengra verður hins vegar
ekki komist varðandi millisafnalán og
aðra þjónustuþætti nema starfsfólki Qölgi.
2. Starfslið
Háskólabókavörður: Einar Sigurðsson
cand. mag.
Aðstoðarháskólabókavörður: Þórir
Ragnarsson Dipl. Lib.
Bókaverðir: Áslaug Agnarsdóttir cand.
mag. (frá 1. sept. 1983), Guðrún Karlsdótt-
ir Dipl. Lib. (tveir þriðju starfs), Halldóra
Þorsteinsdóttir lic. és lettres, Ingibjörg
Árnadóttir B.A., Ingibjörg Sæmundsdóttir
B.A. (hálft starf), Óskar Árni Óskarsson (í
launalausu leyfi frá 1. sept. 1983), Sigberg-
ur Friðriksson B.A., Sigríður Lára Guð-
mundsdóttir cand. mag., Þorleifur Jóns-
son Ph.D. (hálft starf).
Ritari: Rósfríður Sigvaldadóttir.
Einar Sigurðsson var í rannsóknarleyfi