Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Síða 117
Háskólabókasafn
115
greina, sem kenndar eru við háskólann. Af
hálfu forlagsins eru fyrirheit um, að safnið
fái að velja úr ritum forlagsins endur-
gjaldslaust nokkur næstu ár. Gjöf þessi er
veitt til þess að minnast komu forseta ís-
iands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, til Ox-
ford í febrúarmánuði 1982.
Til minningar um Reyni G. Jónasson
verkfræðing, sem lést 18. apríl 1982, voru
safninu færð rúmlega 20 ný verkfræðirit,
og var þeim komið fyrir í safndeild VR.
Gefendur eru vinir og skólabræður Reynis
heitins, ásamt Almennu verkfræðistofunni
h.f.
Aðrir gefendur eru m. a. þessir:
— Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna.
— Pólska sendiráðið í Reykjavík.
— Unesco-nefndin á íslandi.
— Sjóvátryggingarfélag íslands.
— Sendiherra Spánar á íslandi, Aurelio
Valls.
— Sendiherra írlands á Islandi, O’Riord-
an.
— Sendiherra Danmerkur á íslandi,
Janus Paludan.
— Erfingjar Sveinbjarnar Jónssonar hrl.
Ritaskipti. Safnið heldur uppi ritaskipt-
um við fjölmarga erlenda aðila. Eins fær
safnið sent talsvert af ritum án þess að
senda nokkuð í staðinn, og héðan eru ýmis
rit send án þess að sú kvöð fylgi að annað
komi á móti. Staða ritaskipta er eftirfar-
andi:
1982 1983
Gagnkvæm skipti ........................................ 152 153
Aðilarsem Háskólabókasafn sendir einhliða .............. 122 133
AðilarsemsendaHáskólabókasafnieinhliða..... 142 143
Samtals á skiptaskrá: 416 429
Rit, sem safnið sendi út í skiptum á
ú’mabilinu, eru: Árbók Háskóla íslands
1969 — 73, 1976—79 og fylgirit (Jónas
Kristjánsson: Heimkoma handritanna),
1979 — 80 og fylgirit (Haraldur Sigurðsson:
Kortasafn Háskóla Islands, ásamt álits-
Serð um Island á landabréfum)\ Kennslu-
skrá Háskóla Islands 1982 — 84; Árs-
skýrsla Háskólabókasafns 1981—82;
Studia Islandica 40—42; The traditional
ballads of Iceland eftir Véstein Ólason
(doktorsritgerð).
Meðal þess, sem safnið fær í skiptum
arlega, eru nokkur hundruð doktorsrit-
gerðir, ýmist prentaðar eða fjölritaðar.
Einungis lítill hluti þeirra er tekinn til
skráningar, öðrum er skipað í grófa efnis-
lokka í hinum lokaða hluta safnsins.
Háskólabókasafn varðveitir bókasafn
Vísindafélags íslendinga og sér um rita-
skipti félagsins. Ekkert rit hefur komið út á
vegum félagsins frá árinu 1977. Um 70
aðilar senda því þó reglulega rit sín og hafa
um 150 þeirra verið tekin til skráningar
árlega.
Námsritgerðir stúdenta. Við árslok
1983 var Qöldi skráðra ritgerða í vörslu
safnsins sem hér segir:
— Almenn bókmenntasaga 39
— almenn málvísindi 9
— bókasafnsfræði 96
— danska 58
— eðlisfræði2
— efnafræði 1
— enska 110