Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Síða 121
Háskólabókasafn
119
7. Flokkun og skráning
Auk nýskráningar var haldið áfram endur-
skráningu eldra ritakosts erlendra rita.
Efnisflokkurinn 800 (bókmenntir) var
langt kominn í lok tímabils, en áður hafði
verið lokið við 900 (sagnfræði).
Bókasafn sænska lektoratsins var skráð
árið 1982 og því fengið safndeildartákn
(Sænsk). Hafa þá bókasöfn allra norrænu
lektoratanna verið skráð.
Síðara hluta sumars 1983 var tekin
ákvörðun um að sameina safndeild náms-
brautar i hjúkrunarfræði bókasafni Hjúkr-
unarskóla íslands og reka sem eitt safn. Til
þess að af sameiningu mætti verða þurfti
að taka upp flokkunarkerfi fyrir safn
námsbrautarinnar, sem kennt er við Na-
tional Library of Medicine, en það kerfi er
notað í bókasafni Hjúkrunarskólans og
öðrum söfnum á sviði læknisfræði og
skyldra greina. Öll rit námsbrautar eru
síðan tvískráð, þannig að þeim má eftir
sem áður fletta upp í spjaldskrám Há-
skólabókasafns. Þar eru þau með Dewey-
marktölu og auðkennd með safndeildar-
tákninu Hjúk svo sem verið hefur.
Flokkunar- og skráningarnefndir störf-
uðu áfram allt tímabilið. Frá Háskóla-
bókasafni er Guðrún Karlsdóttir í flokk-
unarnefnd, og er hún formaður nefndar-
innar, en Sigbergur Friðriksson á sæti í
skráningarnefnd.
8. Samskrár
Útgáfa Samskrár um erlendan ritauka ís-
lenskra rannsóknarbókasafna hófst árið
1970. Ritaukinn hefur komið út í heftum,
fjórum á ári, tveimur í hugvísindum og
tveimur í raunvísindum. Landsbókasafn
sá um útgáfu heftanna, og komu þau síðast
út fyrir árið 1981, en var þar með hætt. Eft-
ir sem áður er samskránni haldið við sem
stafrófsraðaðri spjaldskrá, og stendur hún
í Landsbókasafni.
Þátttaka Háskólabókasafns í samskrá bóka var sem hér segir:_______________________
______________________________________________________________1982__________1983
Fjöldi rita (spjalda).........................................2.974_________3.589
Samskrá um erlend tímarit kom út
• 978, viðauki 1980. í undirbúningi er ný
heildarútgáfa af þessari samskrá.
Ásamt ýmsum öðrum íslenskum bóka-
söfnum tekur Háskólabókasafn þátt í
NOSP, samskrá um erlend tímarit í rann-
sóknarbókasöfnum á Norðurlöndum, sem
kemur út tvisvar á ári (sjá fyrri skýrslur í
ÁrbókH.Í.).
9- Safndeildir
Á vegum Háskólabókasafns voru starf-
ræktar eftirfarandi safndeildir (útibú):
Árn
Arnagarður. Bókastofa þar var opin virka
daga kl. 13-16, nema á haustmissiri 1983
kl. 10—13.15, og var bókavörður á staðn-
um á þeim tíma.
Dansk
Danska lektoratið í Norræna húsinu.
Ensk
Enskukennsla, Aragötu 14. Reynt var að
fá stúdenta til að halda safndeildinni op-
inni nokkra tíma á dag, en vegna skorts á
gæslufólki hefur starfrækslan verið mjög
stopul. Hafa þá kennarar hlaupið undir
bagga og annast nauðsynlegustu af-
greiðslu.
Finn
Finnska lektoratið í Norræna húsinu.
Guðfr
Guðfrœðideildarstofa í aðalbyggingu há-
skólans (stofa 5).