Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Side 123
Háskólabókasafn
121
(Nordiska samarbetsorganet för veten-
skaplig information) og átti jafnframt sæti
í framkvæmdanefnd stofnunarinnar eins
og síðustu tvö ár. Stjórn og/eða fram-
kvæmdanefnd hélt fjóra fundi á árinu, og
sótti Einar þrjá þeirra. í kjölfar fundar
NORDINFO sótti Einar stjómarfund
NVBF (Nordisk videnskabeligt Bibliotek-
arforbund) í Osló 2I.—22. okt. Enn frem-
ur sótti Einar svokallað IFLA Pre-confer-
ence Seminar um kanadískar bókasafns-
byggingar í Toronto 16,—20. ágúst. í
tengslum við námskeiðið voru skoðaðar
eigi færri en sjö byggingar.
Þórir Ragnarsson átti sem fyrri ár sæti í
stjómarnefnd NOSP (sjá 8. kafla) og sótti
hann þá tvo nefndarfundi sem haldnir
voru á árinu.
1983
Einar Signrðsson var í rannsóknarleyfi
fyrra helming ársins. Tvo þriðju hluta þess
tíma dvaldist hann í Bandaríkjunum,
lengst við Graduate School of Library and
Information Science í Los Angeles og við
bókasafn UCLA (University of California
Los Angeles). Sótti einnig ársþing banda-
n'ska bókavarðafélagsins (ALA) sem hald-
ið var í Los Angeles dagana 25,—30. júní
°8 í framhaldi af því námskeið, sem haldið
var fyrir bókaverði frá Norðurlöndum —
að meginhluta við fyrrgreindan bóka-
varðaskóla í L.A., en endaði í Library of
Congress í Washington 16. júlí. Að lokum
heimsótti Einar bókasafn Cornell-háskóla
I Iþöku, en þar er merkust deild íslenskra
bóka í Bandaríkjunum eins og kunnugt er.
bá sótti Einar stjómarfund NORDINFO í
Kaupmannahöfn 2.-3. nóv. Einnig tók
hann að nokkru leyti þátt í hringborðs-
fundi um handrit sem haldinn vará vegum
NVBF í Reykjavík 5.-9. sept., hinum
fyrsta sinnar tegundar.
Halldóra Þorsteinsdóttir sótti Þriðju
alþjóðlegu ráðstefnuna um notenda-
fræðslu, sem haldin var í Edinborg
19.-22.júlí.
Þórir Ragnarsson átti sem áður sæti í
stjómarnefnd NOSP (sjá 8. kafla) og sótti
þá þrjá nefndarfundi, sem haldnir voru á
árinu. í tengslum við einn fundinn sat
hann fund NORDINFO um NOSP-verk-
efnið þann 2. nóv. Innanlands sótti hann
m. a. ársþing Bókavarðafélags íslands 28.
maí sem einn af fulltrúum frá Félagi bóka-
varða í rannsóknarbókasöfnum.
Þorleifur Jónsson sótti námsstefnu um
millisafnalán í Vestur-Evrópu, sem haldin
var 26.-28. sept. í Boston Spa í Englandi.
Hann flutti þar erindi um millisafnalán á
íslandi. Þorleifur átti sem fyrra ár sæti
bæði í undirbúningsnefnd og dagskrár-
nefnd vegna 15. norræna bókavarðaþings-
insíReykjavík24,—27. júní 1984.
í maí 1979 setti menntamálaráðuneytið
á stofn sjö manna Samstarfsnefnd um
upplýsingamál (sjá Árbók H.í. 1976 — 79,
s. 245, og Árbók H.í. 1981-82, s. 175).
Nefndin lauk fyrsta þriggja ára tímabili
sínu í júní 1982. Hún varendurnýjuð i okt-
óber það ár, og voru þá þessir menn skip-
aðir í hana til þriggja ára:
Einar Sigurðsson háskólabókavörður
(formaður).
Jón Erlendsson verkfræðingur, for-
stöðumaður Upplýsingaþjónustu
Rannsóknaráðs (varaformaður).
Anna Magnúsdóttir bókasafnsfræðing-
ur, Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd-
sen.
Dr. Finnbogi Guðmundsson lands-
bókavörður.
Gestur Ólafsson arkitekt, forstöðumað-
ur Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðis-
ins.
Dr. Oddur Benediktsson prófessor.
Þórarinn Gunnarsson skrifstofustjóri,
Félagi íslenskra iðnrekenda.
Ritari nefndarinnar er Þórir Ragnars-
son aðstoðarháskólabókavörður.