Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Page 149
Reikningar Háskóla íslands
147
Skýringar í ársreikningi 1981
Reikningsskilaaðferðir
1. Sömu reikningsskilaaðferðum er nú
beitt og árið áður að öðru leyti en því,
að nú er hætt að tekjufæra hjá bíóinu
þann hluta skemmtanaskatts, sem
fengist hefur endurgreiddur og runnið
hefur alfarið til Sáttmálasjóðs. Áhrif
almennra verðbreytinga á rekstur og
stöðu fyrirtækisins eru reiknuð og færð
í ársreikninginn og er í því sambandi
fylgt eftirfarandi aðferðum:
Varanlegir rekstrarfjármunir eru
endurmetnir til ársins 1981 með því að
framreikna stofnverð þeirra og fengnar
afskriftir í árslok 1980 með verðbreyt-
ingastuðli sem er 1,5349.
Afskriftir eru reiknaðar sem fastur
árlegur hundraðshluti af hinu nýja
stofnverði.
Áhrif verðbreytinga á peningalegar
eignir og skuldir eins og þær voru í
upphafí reikningsársins eru reiknuð og
færð í rekstrarreikning þannig:
Peningalegar eignir
1/11981.......... Kr. 1.356.138,34
Skuldir 1/1 1981.... Kr. 713.052,59
Kr, 643.085,75
Verðbreytingafærsla 53,49% af
643.085,75 verður kr. 343.986,57 og er
hún færð til gjalda í rekstrarreikningi.
Endurmatshækkun rekstrarfjármuna
og verðbreytingafærsla er færð í endur-
matsreikning meðal eigingárliða í
efnahagsreikningi.
2. Háskólabíó skilar 15% skemmtana-
skatti af allri miðasölu. Sáttmálasjóð-
ur, sem er eigandi Háskólabíós, fær
endurgreidd 90% af skemmtanaskatti
bíósins. Á undanförnum árum hefur
nefnd endurgreiðsla verið sýnd í rekstr-
arreikningi Háskólabíós sem sérstakur
tekjuliður. Nú hefur þessu verið hætt,
sbr. skýringu 1. Skemmtanaskattur
ársins 1981 nam alls kr. 625.501,10 og
skiptist hann þannig á milli aðila:
Til Sáttmálasjóðs sem
endurgreiðsla .... Kr. 562.952,00
Til innheimtumanns
ríkissjóðs........ Kr. 62.549,10
Kr. 625.501,10
3. Á Háskólabíói hvílir sú kvöð að greiða
uppbæturá lífeyri vegna þeirra fyrrver-
andi starfsmanna bíósins, sem aðild
áttu að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkis-
ins. Eftirlaun vegna þessara starfs-
manna hækka í samræmi við laun
opinberra starfsmanna og hvílir verð-
trygging eftirlaunanna alfarið á Há-
skólabíói. Verðtryggingin nam á árinu
1981 kr. 104.067,00 og er hún gjaldfærð
í rekstrarreikning sem hluti af launa-
greiðslum.