Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Page 152
150
Árbók Háskóla íslands
Skýringar í ársreikningi 1982
Reikningsskilaaðferðir
1. Við gerð ársreiknings er beitt sömu
reikningsskilaaðferð og á fyrra ári.
Áhrif almennra verðbreytinga á rekst-
ur og stöðu fyrirtækisins eru reiknuð og
færð í ársreikninginn og er í því sam-
bandi fylgt eftirfarandi aðferðum:
Varanlegir rekstrarfjármunir eru
endurmetnir til ársins 1982 með því að
framreikna stofnverð þeirra og fengnar
afskriftir í árslok 1982 með verðbreyt-
ingarstuðli, sem miðaður er við breyt-
ingar á meðaltalsbyggingarvísitölu
milli ára.
Afskriftir eru reiknaðar sem fastur
hundraðshluti af hinu framreiknaða
stofnverði.
Áhrif verðbreytinga á peningalegar
eignir og skuldir eins og þær voru í
upphafi reikningsársins eru reiknuð og
færð í rekstrarreikning þannig:
Peningalegar eignir
1/1 1982 ............ Kr. 2.000.548,35
Skuldir 1/1 1982 .... Kr. 1.178.260,23
Kr. 822.288,12
Verðbreytingafærsla 53,78% af
822.288,12 verður kr. 442.226,55 og er
hún færð til gjalda í rekstrarreikningi.
Endurmatshækkun rekstrarljármuna
og verðbreytingafærsla er færð í endur-
matsreikning meðal eiginQárliða í
efnahagsreikningi.
2. Háskólabíó skilar 15% skemmtana-
skatti af allri miðasölu. Sáttmálasjóð-
ur, sem er eigandi Háskólabíós, fær
endurgreidd 90% af skemmtanaskatti,
sem bíóið greiðir. Skemmtanaskattur
ársins 1982 nam alls kr. 979.585,00 og
skiptist hann þannig á milli aðila:
Til Sáttmálasjóðs sem
endurgreiðsla .... Kr. 881.751,00
Til innheimtumanns
ríkissjóðs.......... Kr. 97.834,00
Kr. 979.585,00
3. Á Háskólabíói hvílir sú kvöð að greiða
uppbætur á lífeyri vegna þeirra fyrrver-
andi starfsmanna bíósins, sem aðild
áttu að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkis-
ins. Eftirlaun vegna þessara starfs-
manna hækka í samræmi við laun
opinberra starfsmanna og hvílir verð-
trygging eftirlaunanna alfarið á Há-
skólabíói. Verðtryggingin nam á árinu
1982 kr. 171.394,00 og er hún gjald-
færð í rekstrarreikning sem hluti af
launagreiðslum.