Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Page 155
Reikningar Háskóla íslands
153
Skýringar í ársreikningi 1983
Reikningsskilaaðferðir
I. Við gerð ársreiknings er beitt sömu
reikningsskilaaðferð og á fyrra ári.
Áhrif almennra verðbreytinga á rekst-
ur og stöðu fyrirtækisins eru reiknuð og
færð í ársreikninginn, og er í því sam-
bandi fylgt eftirfarandi aðferðum:
Varanlegir rekstrarfjármunir eru
endurmetnir til ársins 1983 með því að
framreikna stofnverð þeirra og fengnar
afskriftir í árslok 1982 með verðbreyt-
ingarstuðli, sem miðaður er við breyt-
ingar á meðaltalsbyggingarvísitölu
milli ára.
Afskriftir eru reiknaðar sem fastur
hundraðshluti af hinu framreiknaða
stofnverði.
Áhrif verðbreytinga á peningalegar
eignir og skuldir eins og þær voru í
upphafi reikningsársins eru reiknuð og
færð í rekstrarreikning þannig:
Peningalegar eignir
1/1 1983 ........... Kr. 3.882.329,05
Skuldir 1/1 1983 .... Kr. 1.929.913,64
Kr, 1.952.415,41
Verðbreytingafærsla 71,67% af
1.952.415,41 eða kr. 1.399.296 er færð
til gjalda í rekstrarreikningi þannig að
kr. 936.783 eru færðar sem verðleið-
rétting myndaleigu, kr. 314.570 sem
verðleiðrétting myndbandaleigu, kr.
38.304 sem verðleiðrétting vörunotk-
unar og kr. 109.639 sem reiknuð verð-
breytingagjöld peningaliða. Saman-
burðartölum úr ársreikningi fyrra árs
hefur verið breytt til samræmis við töl-
ur ársins.
Endurmatshækkun rekstrarfjármuna
og verðbreytingarfærsla er færð í end-
urmatsreikning meðal eiginfjárliða í
efnahagsreikningi.
2. Háskólabíó skilar 15% skemmtana-
skatti af allri miðasölu. Sáttmálasjóð-
ur, sem er eigandi Háskólabíós, fær
endurgreidd 90% af þeim skemmtana-
skatti sem bíóið greiðir. Skemmtana-
skattur ársins 1983 nam alls kr.
1.980.204, og skiptist hann þannig á
milli aðila:
Til Sáttmálasjóðs sem
endurgreiðsla .......... Kr. 1.782.184
Til innheimtumanns ríkis-
sjóðs.................. Kr. 198.020
Kr, 1,980.204
3. Á Háskólabíói hvílir sú kvöð að greiða
verðbætur á lífeyri vegna þeirra fyrr-
verandi starfsmanna bíósins sem aðild
áttu að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkis-
ins og fallnir eru frá eða komnir á eftir-
laun. Eftirlaun vegna þessara fyrrver-
andi starfsmanna hækka í samræmi við
laun opinberra starfsmanna, og hvílir
verðtrygging eftirlaunanna á Háskóla-
bíói. Verðtrygging sú er kom til
greiðslu á árinu 1983 er vegna tveggja
fyrrverandi starfsmanna, og nam hún
kr. 213.263, og er hún gjaldfærð í
rekstrarreikningi sem hluti af launa-
greiðslum.
Sams konar kvöð hvílir á Háskóla-
bíói vegna þeirra núverandi starfs-
manna er aðild eiga að lífeyrissjóði
starfsmanna ríkisins. Starfsmenn þessir
eru nú átta talsins, og eru þeir fæddir á
árunum 1920 til 1963. Ekki hefur farið
fram tryggingarfræðileg úttekt á því
hversu stór skuldbinding þessi er.