Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1900, Page 3

Búnaðarrit - 01.01.1900, Page 3
Inngangsorð. BÚNAÐARRITIÐ, sem Hermann Jónasson á Þing- eyrum hefiir gefið út frá því árið 1887, er nú orðið eign Búnaðarfjelags íslands, og heldur fram- kvæmdarstjórn fjelagsins því áfram með óbreyttu nafni. í síðasta árgangi Búnaðarritsins var skýrt frá því, hvernig Búnaðarfjelag íslands er til orðið, og jafnframt prentuð lög fjelagsins. Samkvæmt 1. gr. laganna er tilgangur fjelagsins sá, að efla landbúnað og aðra atvinnuvegi landsmanna, er standa í nánu sambandi við hann. Mikið er hjer að vinna, þar sem landbúnaðurinn er og verður sú atvinnugrein, er nieiri hluti íslendinga lifir við, og allir fiuna til þess, hve mjög honurn er á- bótavant og við hve mikla örðugleika bann á að berjast nú sem stendur. Það er því eðlilegt, að mikils verði krafizt af bún- aðarfjelagi landsins, sem hefur allmikil peningaráð, og ætti því að geta útvegað meiri leiðbeiningar til búnað- arframkvæmda en kostur hefur verið á áður; og því verður að treysta, að sú verði reyndin, þegar fram líða stundir, að siíkt fjelag gefist eigi síður vel hjá oss en sams konar landsfjelög hjá frændþjóðum vorum á Norðurlöndum. Eðlilega verða framkvæmdir fjelagsins ekki miklar fyrst í stað. Þetta fyrsta ár verður að ýmsu leyti námsár, til að búa í garðinn fyrir búnaðarþingið að

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.