Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1900, Page 6

Búnaðarrit - 01.01.1900, Page 6
6 hverjum einstökum búanda. Bændur verða að muna eptir því, að „margar hendur vinna ljett verk“. I. 1837-1856. Árið 1832 beiddist rentukammerið yflrlýsingar sýslumanna á íslandi um það, hvort nema skyldi úr lögum tilskipun 13. dag maímánaðar 1776 um þúfna- sljettun og túngarðahleðslu, eða endurnýja hana, og hverjar breytingar þá mundu við eiga, með því að svo liti út, sem bændur væru farnir að gleyma tilskipun þess- ari. Þórður Sveinbjarnarson, sem síðar varð háyflrdóm- ari í landsyfirrjettinum hjer, var þá sýslumaður í Árnes- sýslu. Hann mælti reyndar fram með því, að tilskipun 13. dag maímánaðar 1776 væri cndurnýjuð og lagfærð, en stakk jafnframt upp á því, að suðuramtsbúar stofn- uðu fjelag sín á milli til að efla tilgang og tilætlun tilskipunarinnar. Krieger, sem þá var stiptamtmaður, þótti það óskaráð, að fjelagið væri stofnað, en mun líklega hafa mælt með þvi, að tiiskipunin væri úr lög- um numin, enda var hún úr gildi felld með opnu“brjefi 9. d. marzmánaðar 1836. Þórður Sveinbjarnarson bar þó stofnun fjelagsins fyrir brjósti, og honum einum var það að þakka, að fjelagið komst á fót. Hann fjokk í fylgi með sjer 10 aðra, og voru þeir: 1, stiptamtmaður Krieger; 2, biskup Steingrímur Jónsson; 3, sýslumaður Páll Melstei), þá í Árnessýslu; 4, vara-dómsmálaskrifari 0. M. Stepliensen í Viðey; 5, dómkirkjuprestur, sem þá var, Helgi Thordersen; 6, landlæknir Jón Thorsteinsen; 7, sýslumaður Stefán Ounnlaugsson; 8, verzlunarstjóri Thomas H. Hiomsen; 9, Jbn Jónsson, bóndi á Elliða- vatni, og 10, Pjetur OuJmmdsson, bóndi á Engey. — Þeir voru þannig 11 að tölu, sem bundust í því, að

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.