Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1900, Page 10

Búnaðarrit - 01.01.1900, Page 10
10 lands suðuramti. Ætlast fjelagið til þess af honum sjer í lagi, að hann tali fjelagsins máli á æðri stöðum. § 10. Hinir embættismenn fjelagsins veljist meðal reglu- lima, eptir atkvæðafjölda, á aðalfundi þann 5. júlí; haíi þeir það umboð á hendi í 2 ár, og má þann, sem frá gengur, aptur velja til hins sama eður annars embætt- is. Þjóni þeir allir ókeypis, en skrifföng og önnur út- gjöld í fjelags þarfir greiðist af sjóði þess, ef óskað verð- ur. § 11. Aukaforsetinn á að stjórna öllum athöfnum fjelags- ins á þess fundum; einnig stýra ráðslögunum fulltrú- anna og fjelagsstjórnarinnar á samkomum og utansam- komu og daglegum sýslunum, sem því og þess fjárhag viðvíkja. Líka beri hann umhyggju fyrir, að lögum fjelagsins sje hlýtt, samt að öll reglusemi sje við höfð bæði yfir höfuð og sjer í lagi á fjelagsmótum. Hann gefi gjaldkera, samkvæmt fjelagsins og fulltrúanna und- irlagi, tilhlýðilegar inn- og útgjalda skipanir og hafi uákvæma umsjón með, að fjársjóður fjelagsins sje óhult- ur og að gjaldkeri með reglusemi haldi daglega bók yfir þess inn- og út-gjöld. H'ann stýrir fjelagsins brjefa- skriptum, undirskrifar þess brjef og gengst fyrir inn- kröfu þeirra tillaga, sem ógoldin eru í rjettan gjald- daga. í sjerhverju því, sem mikið er í varið, og þó ekki má til úrlausnar bíða atkvæða á lögboðnu fje- lagsmóti, hefur hann ráð af skrifara, gjaldkera og svo mörgum af fulltrúunum, sem hann fær til náð, og fylg- ir í úrskurði slíkra málefna flestum atkvæðum. Að lyktum gjörir hann á fjelagsmóti þann 5. júlí skýra grein fyrir cmbættismeðferð sinni það iiðna ár,

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.