Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1900, Side 23

Búnaðarrit - 01.01.1900, Side 23
23 IIÍ. 1868—1899. Á júlífundinum 1868 afsalaði prófastur Ólafur Páls- son sjcr forsetadæmi fjelagsins, og sömuleiðis hinir tveir stjórncndur þess, skrifari og gjaldkeri, sínum störfum. í stað Ólafs prófasts Pálssonar var þá kosinn forseti Halldór Kr. Friðriksson, kennari við lærða skólann í Reykjavík. Á þessum sama fundi, 6. d. júlímán., var ráðið af eptir uppástungu Magnúsar Jónssonar í Bráðræði, að bera þá bæn fram fyrir stjórnina, að hún vildi annaðhvort sjálf eða fyrir milligöngu hins konunglega landbúnaðar- fjelags í Danmörku útvega vatnsveitingamann, og sjá um, að hann kæmi hingað til Reykjavíkur snemma í maímánuði næsta ár, og yrði hjer svo fram eptir sumr- inu, og að stjórnin vildi styrkja þetta fyrirtæki með ríílegu fjártillagi. Stjórn fjelagsins skrifaði samsum- ars stjórninni um þetta mál, og tók hún vel undir það, og sendi hingað næsta vor vatnsveitingamann, að nafni Níels Jörgensen, og skyldi hann dvelja hjer til næsta hausts; ætti hann eigi einungis að vinna að vatnsveit- ingum, heldur einnig kenna þær bændum. Hann hafði og með sjer ýms verkfæri, og átti fjelagið hjer aðborga 100 rd. af verði þeirra, en landbúnaðarfjelagið danska lofaði að borga það, sem verkfæri þessi kostuðu meira. Stjórnin borgaði ferð hans fram og aptur millumKaup- mannahafnar og Islands og helminginn af kaupi hans, en landbúnaðarfjelagið danska hinn helming; en fjelag- ið hjer átti að sjá honum fyrir fæði og húsnæði, þá er hann væri vinnulaus, en bændur, sem hann ynni bjá, voru skyldir til að hýsa hann og fæða, meðan hann ynni hjá þeim. Vatnsveitingamaður þessi vann að vatnsveitingum bæði hjér í nánd við Reykjavik, og oinkuin og most í Árnessýslu, og var þar rnikil ept-

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.