Búnaðarrit - 01.01.1900, Qupperneq 27
27
sú, sem kosin var til að rannsaka skýrslurnar um þetta
mál, stakk upp á, að 11 af bændum þessum skyldu
verðlaun liljóta, án þess þó að gjöra groin fyrir því,
liversu verðlaunin skyldu mikil, sem kver þeirra ætli
að fá. Á fundinum 5. dag júlímán. fól fjelagið stjórn
fjclagsins að kveða á í samráði við verðlaunauefndina,
kversu rnikil verðlaunin skj'ldu vera kanda kverjum
þessara 11 manna, en þau skyldu vera minnst 10 kr.,
cn mest 30 kr. 7. dag septembermánaðar næst á eptir
átti fjelagsstjórnin ognefndin fund með sjer, og varð þá
sú niðurstaðan, að vorðlaun þau, sem þessir 11 bændur
hlutu, urðu samtals 248 kr.
Árin 1876 og 1877 ferðaðist yngismær Anna Melsteð
(síðar kona umboðsmanns Stefáns Stephensens á Akureyri)
eptir undirlagi búnaðarfjelagsins um Borgarfjarðarsýslu
(og Eyjafjarðarsýslu) mcð 200 kr. fjárstyrk, sem lands-
höfðinginn veitti, með því skilyrði, að hún Ijeti þeim,
er þess óskuðu, í tje tilsögn um rjetta meðferð á mjólk
og ostagjörð; en fjelagið voitti 200 kr. til kaupa ýmissa
mjólkuráhalda.
Á júlífundinum 1876 veitti fjelagið 3 mönnum
verðlaun fyrir garðyrkju, samtals 48 kr.
Árin 1878, 1879 og 1880 rjeð fjolagsstjórnin
í þjónustu fjelagsins unga stúlku, að nafni Krist-
ínu Vium til að ferðast kjer um í sama tilgangi og
Anna Melsteð kafði gjört, og veitti landshöfðingi fje-
laginu nokkurn fjárstyrk til þess. Hún fór mcst um
Árnessýslu.
í brjeíi 29. dag ágústmán. 1875 kafði Guðmundur
jarðyrkjumaður Ólafsson á Fitjum í Borgaríirði beiðzt
styrks fjclagsins til að gefa út „búskaparbók“, sem
hann svo ncfndi, og mundi vcrða nálægt 15 örkum
prentuðum að stærð. Eptir ráði nefndar þeirrar, sem