Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1900, Page 30

Búnaðarrit - 01.01.1900, Page 30
30 mundir var sú ætlunin, að litlu skipti um foroldri þeirra eða ætt. Um miðja öidina var fyrst byrjað að gjöra tilraunir til endurbóta nautgriparæbtinni í ýmsum grein- um. Binstöku menn fjengu sjer að kynbótagripi, stund- um af fjarskyldri ætt, og gengu þær kynbætur opt misjafnlega, og fóru eigi sjaldan alveg út um þúfur. Um þetta Jeyti seldu Danir til Englands nautgripi til niðurlags, og var verðið á þeim allgott. Bændur fóru þá að leggja sig eptir, að ala upp feitlagnar nautkiud- ur, en vildu þó eigi að öllu leyti missa af mjólkinni; voru þá gjörðar tilraunir að sameina það tvennt, að kýr- in væri góð til mjólkur, en þó holdasöm. En það gekk illa að sameina þetta tvennt, og fór þá tíðast svo, að mjólkurvaxtanna gætti minna. En með þessum tilraun- um tókst þó mörgum að koma upp eins konar millum- lið: kúm, sem hvorki voru mjólburmiklar eða mjög holda- samar. í rauninni var þó ekki til nema eitt nautgripa- kyn um þær mundir á Jótlandi, en annað á eyjun- um. Józba kynið var þó nokkuð mismunandi að þroska og útliti, sem stafaði af misjafnri meðferð. Tilrauna þeirra, er gjörðar höfðu verið rneð innfiutning á útlend- um kynbótagripum, t. a. m. frá Hollandi, gætti þá enn lítið. Árið 1850 var hin fyrsta kýr af stutthyrnda kyninu íiutt til Jótlands frá Englandi, og var ætluð til kynbóta. Eptir það var fyrir alvöru farið að gera kyn- bótatilraunir með þetta kyn, og fjebk það brátt tölu- verða útbreiðslu á Jótlandi. Svo leit út í fyrstu, sem þessar tilraunir ætluðu að beppnast. Fyrstu afkomend- ur kjmbótagripanna litu vel út og voru fallegar skepn- ur og höfðu iiest cinkenni stutthyrnda kynsins. Urðu þá sumir hræddir við, að józka kúakynið ætlaði að hverfa eða dcyja út, en það varð þó eigi. Eptir nokk- ur ár fór það að koma í Ijós, að eríitt mundi að við

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.