Búnaðarrit - 01.01.1900, Side 31
8Í
halda eiginleglcikum stutthyrnda kynsins, og því leng-
ur sem leið, urðu erfiðleikarnir tilfinnanlegri. Eina
ráðið til þess var auðvitað það, að útvega stöðugt nýja
gripi af því kjni frá Englandi, og nota þá til kynbóta.
En það þótti ærið kostnaðarsamt, og gáfust margir
upp á því. Pað, sem einkum olli því, hve erfitt gekk
að við halda hinum upphaflegu eiginlegleikum stutt-
hyrnda kynsins, var fyrst og fremst meðferð öil og
hirðing á skepnuuum. Stutthyrnda kynið var alið upp
við gott fóður og framúrskarandi umönnun og nákvæmni
í alla staði. Afkomendur þess á Jótlandi þoldu því
eigi þá meðferð, scm á þeim var höíð þar, enda var
hún í alla staði ólík því, sem þetta nautpeningskyn
átti að venjast heima hjá sjer á Englandi. Á Jótiandi
var hirðingin fremur ljeleg, og fóðrið opt lítið og eigi
gott. Auk þess var loptslag og veðurátta allólík því,
sem þetta kyn hafði vanizt áður; var því eigi að furða,
þótt efitt gengi að við halda því, og að kostir þess og
eiginlegleikar gengju úr sjer eða hyrfu ef til vill með öllu.
— Þegar Danir sáu, hve erfiðlega gekk, að bæta naut-
pcningskynið með útlendum kynbótagripum, fóru þeir
að leggja stund á að gjöra kynbætur nieð
sínum eigin gripum, og heppnaðist það miklu bet-
ur. Það var einkum prófessor Proschs, sem gjörðist
talsmaður þeirrar aðferðar, og sýndi frain á, hverja
þýðingu það hefði, að bæta og rækta það kyn, er væri
í landinu sjálfu. Jafnhliða þeim kynbótum var einnig
brýnt fyrir bændum, að fara vel með skcpnurnar, enda
fór þá meðferð þeirra óðum batnandi, cinkum eptvr
1864. Nautgriparæktin tók þá stór skref í framförun-
um á árunum 1864—1880, og cptir það og allt fram á
þennan dag hefur henni fleygt áfram svo að segja með
ári hverju. — Á árunum 1850—1860 er meðalkýrnyt