Búnaðarrit

Árgangur

Búnaðarrit - 01.01.1900, Síða 41

Búnaðarrit - 01.01.1900, Síða 41
41 hvert ár, en nú flmmta hvert ár. Á fundum þessum eru rædd ýms búnaðarmál. Eru umræðurnar vanalega byrjaðar með fyrirlcstri, sem haldinn er af einhverjum til þess hæfum manni. Á síðari timum hafa þessir fundir verið haldnir og settir í samband við hinar stærri gripasýningar. Framan af stóðu fundirnir ekki nema einn dag, en nú vara þeir 2—4 daga. Fyrir- lostrarnir, sem lialdnir eru, og umræðurnar á eptir hljóða vanaloga um helztu greinir landbúnaðarins, svo sem gras- rækt, búpeningsrækt, mjólkurbú og meðferð á smjöri, o. s. frv. Það er alls enginn vafi á því, að þessir fund- ir hafa gjört og gjöra mjög mikið gagn. Þeir hvetja mcnn og upp örva til framtakssemi og dugnaðar, efla fjelagsskapinn, og fræða almenning um margt og mikið, er áður var honum hulið. Á þennan hátt stuðla þeir að umbótum og framförum búnaðarins að mörgu leyti, beinlinis og óbeinlínis. 3. Kynbótafjelögin. Þau hafa haft mjög mikil og víðtæk áhrif á framfarir nautpeningsræktarinnar í Dan- mörk. Hið fyrsta kynbótafjelag var stofnað þar í Ár- ósamti 1874. Mest hcfur þeim fjölgað síðan 1887. Árið 1893 voru á Jótlandi einungis 300 kynbótfjelög fyrir nautgripi. Nú munu þau vera um 600 alls í allri Danmörku, sem njóta styrks af opinberu fjo. Fjelög þessi eru nefnd ýmsum nöfnum, svo sem kynbótafjelög fyrir kýr („Kvœgavlsforeninger11), kynbótastöðvar fyrir nautgripi (,,Avlscentrum“), sem er eins konar kynbótafjelag um leið og það er uppeldisstofnun. Enn fremur eru til þarfanautafjelög („ Tyrcforeninger“), o. s. frv. En öll þcssi fjelög hafa þó eitt og hið sama aðalinark og mið, scm sje að bæta nautpeningsræktina. Optast eru fje- lögin mynduð á þann hátt, að nokkrir bændur ganga í

x

Búnaðarrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.