Búnaðarrit - 01.01.1900, Page 42
42
fjelag og kaupa naut af góðri ætt af sínu eigin káa-
kyni, og nota það svo til beztu og fallegustu kúnna í
fjósinu, liver hjá sjer, sem ætlaðar eru til undaneldis.
Nautið og eins kýrnar (kynbótagripirnir) eru valdir af
þeim mönnum, sem til þess eru settir og bera gott skyn
á þess konar hluti. Fjelögin fá styrk til þess, að kaupa
og halda nautið. Hvert fjelag býr sjer til reglur, er
það fer eptir; svipar þeim flestum saman i aðalatriðun-
um. Samkvæmt reglunum er aðaltiigangur fjelaganna
einkum sá:
1. að sjá um, að allt af sjeu til naut, cr notuð verði
til kynbóta.
2. að velja úr beztu kýrnar hjá hverjum fjelags-
manni til undaneldis, og má enginn setja á kálf undan
öðrum kúm en þeim.
3. að sjá um, að haldnar sjeu ættartölubækur yfir
afkomendur kynbótagripanna, annast stjórn fjelaganna,
að bækurnar sjeu rjettar og áreiðanlogar.
Yerð á góðum kynbótanautum er til jafnaðar 700
--800 kr., og allt að 1000 kr.
Sem dæmi skal þess getið, að 1898 var selt þarfa-
naut af rauða dauska kyninu þriggja ára gainalt fyrir
3000 kr., og annað af józka kyninu tveggja vetra fyrir
2000 kr. Meðalverð á kynbótanautum af józka kúa-
kyninu 1 ’/2— 2 ára gömlum var:
1891, 390 kr. 1895, 464 kr.
1893, 433 kr. 1898, 660 kr.
Einnig voru 1898 seld naut til kynbóta af rauða
danska kyninu, 21 að tölu, á 777 kr. til jafnaðar; af
þeim 3 á 2000 kr. (Samanbor. „Tidskrift for Land-
ölconomi“ 1899).
Svo taldist til, að á öllu Jótlandi væru 1893 ura
10,500 þarfanaut, sem heyrðu kynbótafjelögum þeim