Búnaðarrit

Árgangur

Búnaðarrit - 01.01.1900, Síða 53

Búnaðarrit - 01.01.1900, Síða 53
63 hin nýju aptur á móti minni. Rófur misheppnuðust; livítkál og blómkál óx vel“. — Af þessari skýrslu má sjá, að prunus padus og caragana arborescens hafa þolað veturinn; því að þau eru ekki nefnd. Haparanda er lítil borg, hin nyrzta og austasta í Svíþjóð, við mynnið á Torncá; íbúatalan er um 1400. Bærinn er prýddur ýmsum jurtagróðri. Af lauftrjám er þar mest reyniviður, birki og ösp. Utan við bæinn cru barrskógar. 1 öllum görðum eru kartöflur, sumstað- ar jarðarber, baunir, salat skalotlaukur o. fl. í blóm- beðum er mikið af pyrethrum og aschyranthus. Frem- ur er þar lítið ræktað af runnum, helzt caragana og einstaka rósir. L’osa pimpinellifolia er þar ræktuð all- víða, einkum þó í kirkjugarðinum, en þar er þó mest reyniviður, ösp og birki. Lítið er um fleirærar blóm- jurtur aðrar en „rejnfan“ (tanacetum). Inni í stofum cru ýmsar fallegar blómjurtir, svo sem pelargóníur begóníur, fuchsíur, habrothamnus og pálmar. Lappmörk er nyrzti hlutinn af Svíþjóð og liggur vcstur og norður af þeim hjoruðum, sem hjer að fram- an er talað um. Hún nær frá 63° 52' til 69° 3'. Á Lappmörk eru þrír þjóðflokkar: Svíar, Finnar og Lapp- ar. Á suðurhluta hennar eru að eins um af fólk- inu Lappar, en á norðurhlutanum ^/g. Margir af þeim hafa nú orðið fasta bústaði, en fleiri eru þó á flakki. Á seinni parti þessarar aldar hafa Svíar og Finnar flykkzt þangað, og kemur það af málmnámunum þar norður frá. Nálægt Gcllivare er fjall, sem heitir „Malm- berget“. Þar eru ógrynnin öll af járni. Járnbraut hcfur verið lögð þangað norður eptir neðan frá Lúleá. Við „M.almberget“ er nyrzta járnbrautarstöðin í Sví- þjóð. Auk járnnáinanna þar norður frá hafa einnig fundizt þar koparnámar,blýnámar, zink- og silfurnámar.

x

Búnaðarrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.