Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1900, Page 56

Búnaðarrit - 01.01.1900, Page 56
56 fyrirhafnar. Skógarnir cru barrtrje og birki ,og oinnig cr þar talsvert af ösp, reynivið og elri. Fura (pinus silvestris, var. lapponica.) vex norður á 69. mælistig, og sumstaðar jafnvel longra. Víðast bvar vex hún lengra norður á við en grenið, þó ekki alstaðar. Bptir því sem lengra dregur norður á við, verður fræmyndunin minni og ófullkomnari hjá barr- trjánum, og í ýmsum árum bera þau ekki þroskað fræ. Greni (picea excelsa) tímgast opt á þann hátt, að greinar, sem banga niður að jörð, mynda rætur og vaxa þannig upp ný trje, og þess vegna getur grenið við haldizt á þeim svæðum, sem það ekki getur borið þroskað fræ. Birlá (betula odorata) vex fljótar en furan, og skygg- ir yfir jarðveginn, útrýmir illgresi, heldur vökva í jarð- veginum og gjörir það að verkum, að þar sem þaðvex millum furutrjánna, þá fá þau betri vöxt. Birkið tímg- ast bæði með fræi og rótaröngum, og vex því talsvert lengra norður, en þar scm fræ getur þroskazt. Eptir að birkið er orðið 2—3 ára garnalt vex það fljótt, en þegar það er orðið 100 ára, hefur það lifað sitt fegursta. E>að ætti ef til vill vel við, að gjöra ofurlítinn sam- anburð á loptslaginu i Norðurbotnum og hjer á landi, en þess konar er ekki svo auðvelt að gjöra, til þess að nokkuð verulegt mark sje á því takandi, og rann- sóknum í þá stefnu cr ábótavant á báðum stöðunum. Jeg vil því að cins færa til fá orð úr riti Landbúnað- arfjelagsins í Norðurbotnum: „H’austin 1894 og ’95 voru óvanalcga góðviðrasöm; þangað til í miðjum októ- ber var unnið að jarðabótum; þar á eptir fór að frjósa, og sumar nætur 9 stig“. „Yeturinn 1893—94 var frernur mildur, með mik- illi snjókomu. Iiitamælirinn sýndi sjaldan meira frost

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.