Búnaðarrit - 01.01.1900, Síða 58
Laiidbúnaðurinn á síðasta l)ingi.
Eptir
Þórhall Bjarnarson.
Þingið síðasta (1899) mun hafa verið langörlát-
asta þingið við landbúnaðinn, veitti á fjárlögunum full-
ar 40,000 kr. hvort árið, auk þess sem það ánafnaði
landbúnaðinum allríílegan styrk með Ræktunarsjóðslög-
unum. Það er með öðrum orðum nú komið svo, að
20. hluti landsfjárins gengur árlega til eflingar búnaði.
Fjárhagsárið 1898—99 leggja Danir 4 milíónir kr.
til landbúnaðarins hjá sjer; það er tiltölulega nokkru
meira en veitt er hjá oss, en það skiptir þó mestu, ef
fara á í samjöfnuð, að hjá Dönum er allt í bezta blóma
undir. í annan stað mætti og benda á það, að töluvert
rncira en þriðjungur af ríkisgjöldum Dana er kostnað-
ur, sem vjer höfum alls ekkert af að segja, til hers og
vaxtagreiðslu af ríkisskuldum; sje búnaðarstyrkur Dana
því miðaður við gjöldin, er sameiginleg geta heitið,
verður hann tiltölulega miklu hærri en íslenzki búnað-
arstyrkurinn.
Það er nauðsyn að vckja eptirtekt á slíku og koma
við tækifæri með samanburð frá fleirum löndum, j)ví að
ýmsir kunna að verða til að draga úr og telja eptir.
Allir vjer, sem elskum landið og viljum græða það,
verðum að krefjast margfalt stærri framlaga til land-