Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1900, Side 66

Búnaðarrit - 01.01.1900, Side 66
66 Gróðrar tilraunastöðin átti miklu örðugra uppdrátt- ar en mjólkurmeðferðarkennslan; það var að eins sterk trú og öruggt fylgi fáeinna þingmanna, sem hafði fram þessa litlu fjárveitingu 2000 kr. fyrra árið og 1500 kr. síðara árið. Pað er óhugsandi, að fá aukna og verk- lega þekking í jarðræktinni án tilrauna. Enginn af hún- aðarskólunum hefur tæki til þess. Pað þarf bæði al- veg sjerlega þekkingu til tilraunanna, og þær kosta mikið fje. Hjer á landi er slíkt ókunnugt, nema hvað Schierbeck landlæknir gjörði nokkrar tilraunir einkum með garðávexti. Tilraunastöðvar eru fremur ungar, fiestallar hafa komið upp á síðustu áratugum, en viðurkennt er af öllum, að þær hafi langmest að gjörttil verklegra fram- fara í landbúnaðinum. í öllum greinum landbúnaðarins rekur athugull búsýslumaður sig á ótalspurningar: Hvern- ig, hvenær og hvers vegna farsælist þetta eða misheppn- ast, og hvað er það, sem bezt borgar sig? Búskapar- venjurnar — sem tíðast eru eins hjá öllum í sömu sveit- inni, hvað sem sjorháttum líður — hafa skapazt við athuganir og rejmslu þeirra, sem á undan voru. Slíkt brjóstvit er stórmikils virði, en „vísindin efla alladáð“; þau loggja svo ákveðnar spurningar fyrir náttúruna, spyrja svo þrátt og í þaula, að hún vorður að svara ótvírætt. Ekkert brjóstvit kann að spyrja svo, og því síð- ur að þýða svörin, og greina orsakasamböndin. Landbún- aður menningarþjóðanna sækir æ meir og mcir beint til rannsókna vísindanna, jafnt í smáu scm stóru; tekur það cngu síður til grasræktar en akuryrkju. Yið til- raunirnar taka þeir höndum saman, bóndinn og vís- indamaðurinn; aðferðin er vísindaleg, en takmarkið er aukinn ágóði allra þeirra, sem lifa af jarðyrkjunni. Hin nýja þekking, hið nýja vald yfir náttúrunni, scm

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.