Búnaðarrit - 01.01.1900, Síða 76
76
stafur, — er björgin af eigin landi ræktuðu rjett sem
cngin fyrir þennan nýja sjávarlýð. Björgin kæmi
fyrst að marki, þegar kýrin væri fengin.
Það er stórinerkilegt íhugunarefni, hvað gjöra megi
til að laða hina mörgu og smáu til að rækta landið
margfalt meir en þeir gjöra nú, hvort heldur það er til
sjávar eða sveitar.
Þingið 1899 boðar landbúnaðinum betri kjör og meira
gengi. Þörfin er bæði á nýrri löggjöf og miklu meira
fje. Páll amtmaður Briem hefur í „Lögfræðingi“ f. á.
tekið fyrir einn vandasamasta þáttinn, ábúðarlöggjöfina.
Tímarit það er ekki eingöngu um lögfræði, heldur og
um löggjafarmál og þjóðhagsfræði og lætur sjer sjer-
staklega annt um landbúnaðinn. Bændur, sem til þings
eiga að kjósa í haust, verða að muna eptir því, að taka
þau heit af nýju þingmönnunum, að reynast ötulir styrkt-
armenn búnaðarins. Búnaðarþing Búnaðarfjelagsinsmun
og á komandi sumri búa í hendur næsta alþingi og
vera í samverki með því. Fyllstu vonir eru því til, að
þingið 1901 verði enn betra landbúnaðinuin enþingið 1899,
sem í þeirri grein tók þó öllum eldri þingum fram.