Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1979, Side 2

Dýraverndarinn - 01.09.1979, Side 2
Hversvegna rjúpnadráp? Margir spyrja sem svo: „Er nokkur þörf á því að rjúpnaveiði sé leyfð á tímabilinu frá 15. október og allt til jóla?” — Svarið verður neitandi. Engin efnahagsleg nauðung rekur neinn til þess að skjóta rjúpur sér til matar. Og fleiri rök eru höfð uppi gegn þessari veiði og skulu þau helstu nefnd hér: 1. Mannúðar- og dýravernd- unarsjónarmið. 2. Of miklar kjötbirgðir eru í landinu. 3. Mikil bensín- og olíu- eyðsla. 4. Slysahætta. Oft ber það við í veiði- ferðum þessum, að skytt- urnar villast og ráfa átta- villtar eitthvað um fjöllin í algerðu ráðleysi. Eru þá sendir af stað leitarflokkar, oft fjölmennir, til þess að finna hina villuráfandi sauði. Oftast koma hinir týndu þó fram, seint og um síðir, en hafa þá valdið leitarflokkunum miklu erfiði. Hver borgar leitar- mönnum? Það er óljóst mál, en það ætti hinn óratvísi veiðimaður að réttu lagi að gera. Núna í byrjun veiðitímans (15. október) hafa heyrst margar friðlýsingar á löndum bænda í útvarpi og blöðum og vel sé Borgfirðingum og Stranda- mönnum, sem hafa tekið sig saman á stórum svæðum og bannað veiðar. — Af þeim svæðum má t. d. nefna Húsafells-land og Ok-svæðið, Hvítársíðu og Lundareykjardal svo eitthvað sé nefnt. Einnig mun Holtavörðuheiði friðuð að mestu, svo og stór landsvæði á Ströndum. - Vonandi feta fleiri bændur í fótspor Borgfirðinga og Strandamanna og friðlýsa lönd sín. G. H. 2 DÝRAVERJSTDARINN

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.