Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 9
Og umkomuleysi. Daginn eftir fóru þær Sigfríð Þórisdóttir og Elín Tómasdóttir og sóttu hundinn og þá var þeim skýrt frá því að grun- ur léki á að maðurinn hefði einn- ig skilið eftir hæns án umhirðu. Hundurinn var settur á Hjálpar- stöð dýra en síðar var hann afhent- ur lögreglunni. Sigfríð og Elín fóru aftur ásamt Jórunni Sörensen á staðinn og var farið alveg að heimili um- rædds dýraeiganda. Enginn var heima og auðséð að enginn hafði komið þar lengi, því allt var á kafi í snjó. Rétt hjá íbúðarhúsinu var hænsnahús og var þar opið. í því voru 4 dauð hæns og 8 lifandi. Inni hjá þeim var ekkert fóður og ekkert vatn. Voru öll hænsnin tek- in og þau dauðu flutt að Keldum þar sem dýralæknir krufði þau. Hænsnin voru öll mjög mög- ur og voru með ljót kalsár á kambi og fótum. Sérstaklega var haninn, sem lifandi var, illa farinn og hafði misst nokkrar tær. Þeim hænsnum sem voru lifandi var ráðstafað í hænsnahús til með- höndlunar. Þar var hananum lóg- að. Það var lögreglan í Arbæjar- hverfinu sem sá um það. Niðurstaða krufningsskýrslu dýralæknis var: „að ætla mætti að hænsnin hefðu sálast vegna nær- ingarleysis og kulda". Eigandi þessara dýra hefur ver- ið kærður til rannsóknarlögreglu ríkisins. Nœr hordauða folald Skv. beiðni stjórnarinnar lét trúnaðarmaður okkar í Grindavík skoða folald er var mjög illa farið vegna vanfóðrunar. í lögreglu- skýrslu sem stjórninni var send er ástandi og aðbúnaði folaldsins lýst og þar stendur einnig að er dýraverndarinn héraðsdýralæknir svæðisins sá um- rætt folald lét hann þau orð falla við eiganda þess, að hann ætti ekki að hafa folaldið á almannafæri. Aðrar aðgerðir komu ekki frá hér- aðsdýralækninum. Þessu folaldi hefur verið lógað. Málið var kært. Vanfóðrun á hestum Nýlega barst stjórn S.D.Í. vitn- eskja um mjög slæmt ástand á hestum. Var um tvo staði að ræða. A öðrum er hestaleiga og mikið af hestum teknir í „fóðrun". Þar hafði viðkomandi sveitarstjórn þegar haft samband við trúnaðar- mann S.D.Í. og hann var farinn að vinna í málinu. Hafði m.a. látið draga skeifurnar undan hestunum þannig að þeir væru óbrúklegir. Einnig hefur sveitarstjórn kært viðkomandi. Verið er að sinna þessu máli áfram og fylgist stjórn- in með því. Á hinum staðnum er tamninga- stöð og var um að ræða 10 hesta er teknir höfðu verið í „fóðrun". Kenna þeir nú hvor öðrum um hestaeigandi og eigandi tamn- ingastöðvarinnar um að gripirnir voru ekki fóðraðir. Eigandi hafði ekki sent hey, eins og um hafði verið samið og hestarnir voru látn- ir gjalda þess. Upphaf 2. greinar laga um dýra- vernd hljóðar svo: „Ollum þeim sem eiga dýr eða ráða yfir þeim að öðru leyti eða hafa umsjá með dýrum fyrir eig- anda þeirra eða annan rétthafa er skylt að sjá um að dýrin fái nægi- legt vatn og fóður við þeirra hcefi og viðhlítandi umhirðu." Ekki er enn afráðið hvað gert verður í þessu máli. Utigangur í Hvassahrauni Fyrir rúmu ári síðan fékk stjórn- in ábendingu að útigangsfé í Hvassahrauni Vatnsleysustrandar- hreppi væri illa á sig komið eft- ir veturinn. Eigandi fjárins, sem eru að miklu leyti sauðir, er kaup- maður í Hafnarfirði og hefur hann haft það á útigangi þarna um miargra ára bil. Því miður var ekki

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.