Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 10
aðstaða til að fylgja þessu máli
nægilega eftir þá, þannig að
vandamálið margfaldaðist í vet-
ur.
Er sást hvað verða vildi með
ásetning kaupmannsins á fé sínu
s.i. haust ritaði forðagæsla bún-
aðarfélagsins bréf til sveitarstjórn-
ar Vatnsleysustrandarhrepps og
varaði hana við því ástandi sem
myndi skapast ef sauðfjáreigand-
inn fengi að halda fé sínu. Því
bréfi var ekkert sinnt af hálfu
sveitarstjórnar, enda hefur ailt
komjð á daginn sem talað var um
í bréfinu.
í vetur hafa gengið þarna úti 40
-50 gripir. Hús fyrir skepnurnar
er ekkert, aðeins „rústir" með leku
þaki sem halda hvorki vatni né
vindi. í því hafa verið lokaðar
inni nokkrar kindur - misjafnlega
margar. Að auki er þarna smákofi
sem hýsir nokkra gripi. Engin að-
staða er til geymslu heyja. í vetur
var fylgst mjög vel með fénu. For-
maður sambandsins fór nærri dag-
lega í margar vikur þarna að og
gaf þá það hey, sem til var ef það
var eitthvað, en það var sjaldnast
og aldrei nóg. Ef snjóað hafði,
sem kom nú fyrir í vetur, þurfti
að krafsa snjóinn ofan af heyinu,
sem geyrpt var í kró í „rústunum".
Það fé sem inni stóð var nánast
alltaf vatnslaust þegar að var kom-
ið og sem dæmi um fáránleika
þessa „búskapar" má nefna að í
húskofanum var kindunum brynnt
í snjóþotu! Oft var auðséð að
enginn kom þarna dögum saman.
Þetta mál verður ekki rakið
nánar hér en aðeins sagt að dýra-
læknir og ráðunautur frá búnaðar-
félaginu hafa einnig fylgst með
fénu og haft sitthvað við það að
athuga eins og gefur að skilja.
Ein kind var tekin og lógað og
reyndist hún vera illa farin af
garnaveiki. Fleira var það, sem
þjáði fé þetta. Dýralæknirinn og
ráðunauturinn reyndu mjög að fá
kaupmanninn til að fóðra betur og
virtist á tímabili sem það yrði, en
um leið og slakað var á eftirliti og
rexi sótti allt í sama horfið. Yfir-
lögregluþjónninn í Keflavík skoð-
aði einnig féð í fylgd formanns
sambandsins í vetur.
Einnig skoðaði dýralæknir geml-
inga, sem kaupmaðurinn hefur í
bílskúr í Hafnarfirði. Var ástandið
þar allt miklu skárra þó ekki væri
það til fyrirmyndar.
Haldinn hefur verið fundur hjá
Búnaðarfélagi fslands út af þessu
máli og til hans m.a. boðið öðrum
forðagæslumanni hreppsins. Eftir
þann fund var bréf ritað til sveit-
arstjórnar Vatnsleysustrandarhrepps
og þess krafist að mál'ið yrði til
lykta leitt á viðunandi hátt. Það
bréf ritaði Gísli Kristjánsson yfir-
maður forðagæslunnar hjá búnað-
arfélaginu. En þá er komið að erf-
iðasta og alvarlegasta hluta þessa
leiðindamáls, sveitarstjórn og
forðagæslan í hreppnum hafa al-
gjörlega brugðist skyldum sínum
og ekki á nokkurn hátt farið að
lögum í máli þessu. Jafnvel lýst
því yfir að þetta væri allt í lagi.
Fyrir 2-3 vikum eða fyrr sleppti
kaupmaðurinn gemlingunum á
gróðurlausa jörðina og hafði dýra-
læknir sá er haft hefur afskipti af
þessu máli samband við stjórn
S.D.Í. og lýsti þungum áhyggjum
sínum, af skepnum þessum. í
sama streng tók ráðunautur.
Sem síðasta úrræði var sýslu-
manni ritað og farið fram á að
gemlingunum yrði smalað tafar-
laust og þeir hýstir og þeim gefið,
þar til jörð væri orðin græn. Einn-
ig var farið fram á að séð yrði til
þess, að horbúskap þessa kaup-
manns færi að linna.
Jafnframt var kaupmaðurinn
kærður til refsingar, svo og forða-
gæslumenn hreppsins og sveitar-
stjóri fyrir hönd sveitarstjórnar
fyrir brot á lögum um dýravernd
og forðagæslu.
Sœdýrasafnið
Eitt þeirra mála er gengur í
gegnum skýrslu stjórnar ár eftir ár
eins og framhaldssaga er svokallað
Sædýrasafnsmál. Er það mál fyrir
löngu orðið allri þjóðinni til van-
sæmdar og ekki síst þeim yfir-
völdum landsins sem eiga að sjá
um að farið sé eftir lögum. Hvert
einasta reglugerðarákvæði (nr. 67/
1971) um dýragarða og sýningar
á dýrum er þverbrotið í Sædýra-
safninu.
Vegna þeirrar stefnu er þetta
mál hefur nú tekið, en stjórnin
ákvað á fundi sínum 13. febrúar
s.l. að kæra forstöðumann Sædýra-
safnsins Jón Gunnarsson, stjórnar-
formann þess Hörð Zophóníasson
og aðra þá menn er bera ábyrgð á
rekstri Sædýrasafnsins, til refsing-
ar fyrir brot á 1. lögum nr. 21/
1957 og 2. reglugerð nr. 67/1971,
þykir rétt að rekja hér í nokkrum
orðum aðdraganda þessa máls.
Allt frá stofnun Sædýrasafns-
ins hefur stjórn S.D.Í. borist ábend-
ingar um slæman aðbúnað dýranna
í safninu. Sumarið 1976 sendi
stjórn S.D.Í. 13 aðilum, sem hún
taldi málið varða, bréf um ástand
Sædýrasafnsins, m.a. var sent bréf
til stjórnar Sædýrasafnsins, yfir-
dýralæknis og héraðsdýralæknis.
Svör bárust frá ýmsum aðilum en
stjórn S.D.Í. hefur aldrei borist svar
frá stjórn safnsins þrátt fyrir ítrek-
uð rilskrif.
10
DÝRAVERNDARINN