Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 15

Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 15
Fuglarnir okkar SVARTBAKURINN (Larus marinus (L)) Þetra er stærsti, ásjálegasti, algeng- asti og því þekktasti fugl máfaætt- ar hér á landi, en þó er hann eigi alls staðar að góðu kendur og vilja hann sumir feigan eða gera hann útlægan úr landinu, ef þess væri kostur. Er svo jafnan, þegar hags- munir manna rekast á við aðrar lif- andi verur, að við þykjumst einir eiga allan rétt og viljum drottna yfir öllu vegna yfirburða okkar að eigin dómi. Við förum með ófriði á hendur náttúrunni umhverfis okk- ur og umturnum eða eyðum því, sein okkur er ógeðfellt eða erfitt viðskiptis, í trausti þess valds, sem hnefarétturinn veitir okkur. Við setjum okkar svip á allt eða þann svip, sem okkur er geðfelldastur þá stundina, en eyðum hinu eftir megni. Þó eru menn við og við að rumska við og efast um, að við 2. Kosning kjörbréfanefndar. 3. Skýrsla fráfarandi stjórnar og afgreiðsla reikninga. 5. Lagabreytingar. 6. Stjórnarkjör. 7. Onnur mál. Á aðalfundi skulu liggja frammi skýrslur aðildarfélaganna. ll.gr. Hætti sambandið störfum; um stundarsakir, verða sjóðir og eign- •r þess í vörslu þess ráðuneytis, sem hefur yfirumsjón með dýra- DÝRAVERNDARINN eigum svo óskoraðan rétt yfir nátt- úrunni, að við megum fara með hana að eigin geðþótta, að gjör- eyða því, sem okkur er óhagstætt, t.d. fjárhagslega, en ef til vill mieinlaust að öðru leyti. Þannig hefur komist á löggjöf um náttúru- friðun hjá flestum menningar- þjóðum, — nema okkur ennþá, — sem leitast við að vernda og forða frá algerðri tortímingu þeim hlut- um, lifandi og dauðum, sem okkur er helst í nöp við og hættast við að útrýma. Ennfremur er þessari löggjöf ætlað að ala upp komandi kynslóðir manna þannig, að þær raski eigi heildarsvip síns um- hverfis, meir en ítrasta nauðsyn krefur, en afhendi það afkomend- unum sem líkast því, er það var, er við því var tekið. Enda er þekk- ingu okkar ennþá þannig varið, að við sjáum sjaldnast fyrir afleiðing- arnar af umturnun náttúrunnar af vernd, þar til sambandið hefur störf að nýju. Verði sambandið hins vegar lagt niður fyrir fullt og allt, noti það ráðuneyti, sem hefur yfirumsjón með dýravernd, fé og eignir sambandsins í þágu dýra- verndar á íslandi. 12. gr. Lögum þessum má ekki breyta nema á aðalfundi, þó er óheimilt að breyta 2. og 11. gr. nema að fengnu samþykki ríkisskattstjóra. mannavöldum. Flestar lífverur hafa eitthvert hlutverk af höndum að inna, enda þótt okkur sé það oftast ókunnugt, og það hefnir sín á okk- ur sjálfum, ef við förum of langt í því að laga og breyta náttúrunni eftir okkar höfði. Þetta höfum við stundum einnig viðurkennt í orði, en það er langt frá því, að við höf- um gert það í verki. Sömmu eftir s.l. aldamót, eða um 1902, gerðist ríkisstjórn íslands aðili að alþjóða- samningi, þar sem aðilar lofa að koma á hjá sér, í náinni framtíð löggjöf um náttúrufriðun, til þess að koma í veg fyrir að engri hinna æðri (dýra- og jurta)- teg- unda yrði framar gjöreytt, enda þótt þær væru taldar „skaðlegar". Árið 1936 samþykkti Alþingi lög um eyðingu svartbaks, þar sem það er gert að borgaralegri skyldu að eyða þessum fugli, hvar sem hann er og til hans næst, að viðlögðum vítum, ef út af er brugðið. En þetta er útúrdúr, sem ég tel sanngjarn- an vegna þess, sem á undan er gengið. Svartbakurinn er lang- merkastur af íslenskum fuglum máfaættar, bæði vegna þess hve hann er algengur og eins vegna þess, að hann er síður staðbund- inn við sjóinn eins og flestir aðrir máfar. Erlendis á svartbakurinn heima víðast hvar við strendur hinna norðlægari landa í Norðurálfu, á Grænlandi og í norðaustanverðri Norður-Ameríku. Hann er víð- ast hvar farfugl nema hérlendis og 15

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.