Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 8
bendir á ákveðið/ákveðin síma-
númer og hafa ýmsir tekið þetta
annasama starf að sér. Fyrri hluta
starfsársins var bent á síma for-
mannsins og Sigfríðar Þórisdótt-
ur, en eitt af störfum Elínar Tóm-
asdóttur er að sinna símanum
þannig, að nú bendir símsvarinn á
hennar heimasíma.
Gegnum símann fáum við flest-
ar ábendingarnar um slæma með-
ferð á dýrum, einnig er mjög mik-
ið hringt út af óskilahundum og
köttum. Út af óskilahundum er
hringt nánast daglega og eru þeir
langflestir úr Reykjavík. Mikið er
hringt og beðið um ráðleggingar
um meðferð. Og í vetur var mikið
hringt út af smáfuglunum.
Eins og gefur að skilja eiga
ekki allar kvartanir sem berast
stjórn S.D.Í. við rök að styðjast.
Stundum eru þær byggðar á ein-
hverskonar misskilningi og í ein-
staka tilfelli liggja aðrar hvatir að
baki. Reynt er eftir megni að graf-
ast fyrir um öll mál og fylgja
þeim eftir þannig, að viðunandi
lausn fáist. Hér á eftir verða rakin
helstu mál, sem S.D.Í. hefur haft
afskipti af á s.l. starfsári.
Dautt tryppi og hundar í
hirðuleysi
S.D.Í. barst ábending um dautt
tryppi hjá vitaverði nokkrum og
var að sjá sem tryppið hefði drep-
ist voveifiega. Trúnaðarmaður okk-
ar á staðnum sendi okkur lög-
regluskýrslu og þar er aðkomunni
lýst. Auk hestsins fann lögreglan
ósjálfbjarga hvolpa í kjallaranum
er tíkin, móðir þeirra, var lokuð
úti. Það var álit manna að tryppið
hefði verið dautt í um það bil tvo
sólarhringa. Vitavörðurinn hafði
farið að heiman og beðið ungl-
ingspilt að gæta vitans, dýranna
8
og hesta sem hann átti annars
staðar. Piltur þessi var ekki við á
staðnum.
Þetta mál er ekki til lykta leitt
og hefur stjórn S.D.Í. þungar
áhyggjur af dýrahaldi þessa manns.
H erdísarvíkurféð
Féð sem verið hefur á útigangi í
Herdísarvík um árabil var tekið
á hús í hitteðfyrra eftir mikla
eftirgangsmuni og fyrirhöfn
margra aðila. En féð á síst betri
ævi í húsum eigenda sinna og
leiddi ástandið til þess að eftir
beiðni stjórnarinnar lét sýslumað-
urinn skoða féð. Það var fyrir um
það bil ári síðan og var það hér-
aðsdýralæknirinn sem skoðaði féð.
En nú fyrir skömmu var stjórninni
tjáð að enn væri beðið eftir vott-
orði frá umræddum dýralækni
þannig að hægt væri að gera við-
eigandi ráðstafanir.
Trúnaðarmaður S.D.Í. á staðn-
urri) lét senda stjórninni myndir af
fé þessu og fjárhúsunum. Húsin
voru full af skít og féð þar af leið-
andi mjög óþrifalegt. En það sem
kvartað var yfir, var mikill óþrifn-
aður og vanfóðrun.
Málið hefur verið kært.
lnnilokaðir hrmdar
Stjórn S.D.Í. barst ábending um
að 6 hundar væru lokaðir inni í
húsi nokkru í Olfushreppi. Hús-
ráðendur væru ekki alltaf heima
og hleyptu hundunum lítið eða
ekkert út. Einnig var skýrt frá
því að slæmt ástand væri á heim-
ilinu að öðru leyti. Trúnaðarmað-
ur S.D.Í. ,fór á staðinn ásamt
dýralækni og lögreglu, og tjáði
trúnaðarmaðurinn stjórninni að
húsráðendur hefðu verið varað-
ir við komu þeirra og hefðu verið
búnir að moka undan hundunum.
Þó sagðist trúnaðarmaðurinn aidrei
hafa séð annan eins sóðaskap.
Þrátt fyrir að aðbúnaður þessara
hunda væri langt frá því að vera
viðunandi stendur í lögreglu-
skýrslu að ekki verði annað séð en
hundarnir séu „vel á sig komnir"
og í umsögn dýralæknisins stend-
ur að „hundarnir hafi litið vel út
og verið heilbrigðir". Engin lækn-
isskoðun fór fram, hvorki voru
hundarnir skoðaðir eða athugað
t.d. hvort þeir væru með orma eða
önnur óþrif. Aftur á móti fór lög-
reglan fram á, að sambandið
greiddi reikning dýralæknisins!!
Sláturfé til íran
I október 1978 kom enn einu
sinni upp kvittur um að senda
ætti lifandi sauði til íran til slátr-
unar þar með hnífsstungu á háls.
Stjórn S.D.Í. ásamt stjórnum D.R.
og D.A. sendi hraðskeyti til við-
skiptaráðherra og bað hann um að
koma í veg fyrir að slíkt yrði leyft.
Skeyti barst til baka frá viðskipta-
ráðherra og var stjórninni tjáð
að engin beiðni hefði borist um
slíkan útflutning.
En útflutningur þessi var þó
mjög til umræðu og hringdi m.a.
einn af hvatamönnum hans til
formanns S.D.Í. til að reyna að
sannfæra hann um réttmæti og
ágæti slíks útflutnings.
Hœns hungurmorða og hundur
í reiðileysi
Þann 9. janúar s.l. var tiikynnt
til Hjálparstöðvar dýra frá húsi
nokkru við Vatnsenda að hundur
hefði verið skilinn eftir í reiðileysi
utan dyra í nágrenninu. Eigandi
hundsins byggi þarna skammt frá
en hefði ekkert verið heima við í
lengri tíma. Hundurinn hafði leit-
að til nágrannanna í svengd sinni
DÝRAVERN DARINN