Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 7
gengið vel. Mikil samvinna er á
milli sambandsins og hjálparstöðv-
arinnar t.d. með símaþjónustu.
Eitt af því sem hjálparstöðin hef-
ur sinnt er varsla óskilahunda og
hefur verið mikil þörf á því.
Enn hefur ekki tekist að ráða
dýralækni við stofnunina, en að
því er unnið af fullum krafti af
stjórn sjálfseignafélagsins. Það er
von allra sem þarna eiga hlut að
máli að sem allra fyrst takist að fá
góðan dýralækni að stofnuninni.
Lagareytinganefnd
Á síðasta aðalfundi var samh
þykkt að hvert aðildarfélag skipaði
mann í nefnd til að endurskoða lög
S.D.Í. Þetta fór nú dálítið á annan
veg en upphaflega var til ætlast og
vann Maríus Helgason verkið
nánast einn. Bæði var það, að að-
eins eitt aðildarfélag, utan Dýra-
verndunarfélags Akureyrar, til-
nefndi mann í nefndina og þá
hafði Maríus lokið sínu verki og
svo eins og Maríus benti rétti-
lega á, er svona verk mjög sein-
unnið af nefnd, ef aðilar hennar
eru sitt hvoru megin á landinu.
Stjórn S.D.Í. hefur haft breyt-
ingartillögur Maríusar til umfjöll-
unar og þakkar honum gott starf
við þessa endurskoðun.
Nefndir
S.D.Í. á lögum skv. fulltrúa í
tveimur opinberum nefndum þ.e. í
Dýraverndarnefnd og Fuglafrið-
unarnefnd.
Fulltrúi sambandsins í Dýra-
verndarnefndinni er Sigríður Ás-
geirsdóttir héraðsdómslögmiaður.
Hlutverk nefndarinnar er m.a. að
endurskoða lög um dýravernd og
gera tillögur til breytinga. Nefnd-
ln fékk það verkefni að endur-
skoða gildandi lög um dýravernd
1974 og er því verki nærri lokið.
dýraverndarinn
í Fuglafriðunarnefnd situr Sig-
urður Richter líffræðingur. Er
nefndin var síðast skipuð fékk hún
það verkefni að endurskoða gild-
andi lög um fuglafriðun og fugla-
veiðar. Einnig er m.a. hlutverk
nefndarinnar að leyfa ýmis frávik
frá lögunum, svo sem leyfi til
eggjatöku eða kvikmyndatöku.
Nefndin hefur afgreitt tillögur
sínar til nýrra laga um fuglaveið-
ar og fuglafriðun.
Mikið stapp hefur verið út af
einni breytingartillögu meirihluta
nefndarinnar um að S.D.Í. hefði
ekki fulltrúa í nefndinni eins og
verið hefur frá stofnun hennar.
Hefur Sigurður haldið uppi mikl-
um vörnum fyrir þvx, að S.D.Í.
haldi fulltrúa sínum og einnig hef-
ur stjórnin ritað bæði ráðherra og
Alþingi vegna þessa og lagt
áherslu á það, að samtök, sem
berjast fyrir alhliða dýravernd um
allt land hljóti að hafa rétt til setu
í nefnd, er fjallar um einstaka
dýrategund og verndun hennar.
Stórgjöf til S.D.Í.
S.D.Í'. barst nýlega gjöf frá Kjart-
ani Júlíussyni til heimilis að
Skáldastöðum-Efri í Eyjafirði að
upphæð krónur 100.000. í bréfi
er fylgdi peningunum segist Kjart-
an „vonast eftir að þeir verði bless-
uðum skepnunum til góðs". Stjórn-
in þakkar Kjartani af alhug.
Gjafir frádráttarbcerar til skatts
Sem fyrr eru gjafir gefnar S.D.Í.
frádráttarbærar til skatts.
Símaþjónustan
Sem fyrr er starfrækt mikil
símaþjónusta. Sfmsvari S.D.Í.
7