Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 26
Barbara Davíðsdóttir og Elín Bjarnadóttir, Grensásvegi 58 og
Jóntna Jónsdóttir, Grensásvegi 60, héldu hlutaveltu til ágóða
fyyrir Dýraverndunarsambandið. Þœr stöllur komu niður á
Flóamarkað og afhentu þar ágóðann kr. 5.100. — Stjórn S.D.l.
flytur þessum duglegu telpum innilegar þakkir fyrir hjálpina.
nótt. Og af framsýni sínu og eðlis-
hvöt bjóst hún við einhverri óham-
ingju, sem mundi koma yfir fjöl-
skyldu hennar fljótlega.
En ekki dugði það fyrir hana
að sitja hér lengur. Eitthvað varð
hún að fá sér í gogginn í dag. Hún
var búin að flögra um nágrennið
og skima í allar áttir í morgun og
ekki fundið neitt ætilegt. Bóndi
hennar var einhvers staðar í ráns-
ferð lengra til og óvíst, hvenær
hann kæmi heim til að líta eftir
heimilinu á meðan hún brygði sér
frá í matarieit.
Það hafði verið furðulega lítið
um æti undanfarna daga. Fáir fugl-
ar voru farnir að verpa, svo að upp
úr því var lítið að hafa. Og svo
voru alls konar aðskotadýr þarna á
ferðinni og hirtu hvert egg, sem
þau fundu. Ókunnugir hrafnar,
kjóar, uglur og jafnvel svartbakar.
Og þessir vargar skildu ekkert eftir
handa svangri krumimafrú í Hrafna-
kletti.
Nú í marga daga hafði hún ekk-
ert fundið, sem teljandi var. Engan
Hvar er kvenfuglinn?
26
dauðan gemling eða rollu. Ekki
einu sinni karilamb. Helst höfðu
það verið ærhildar, sem hún eða
karl hennar höfðu náð í heima við
bæi. En þar voru óhræsis hundarn-
ir, sem aldrei gátu séð þau í friði -
vetur, sumar, vor eða haust.
Já. Það var meiri meinbægnin
í þessum rökkum, sem aldrei gátu
séð af neinum bita handa svöngum
hrafni.
Þó var það í raun og veru gam-
an að stríða þessum gjammandi
hundum og láta þá elta sig.
Það gat verið skemmtileikur og
ágæt dægradvöl á veturna, en nú
hafði hún um annað að hugsa.
En þetta dugði ekki. Hún varð
að hafast eitthvað að og fá sér ein-
hvern bita í gogginn. Hana sveið
í magann af hungri. Hún hafði
aðeins fengið úldinn rjúpnaræfil í
gær, og það var lítið í tóman
hrafnsmaga.
Það átti Iíka að vera óhætt að
yfirgefa hreiðrið um hádaginn, og
svo kæmi líklega karlinn hennar
heim fljótlega, og þá gæti hann
litið eftir heimilinu í fjarveru
hennar.
Hún renndi enn einu sinni aug-
um yfir hreiðrið og flaug svo af
stað suður með hlíðinni.
Það leið á daginn.
Krumirsamamma var búin að
var búin að fljúga víða og líta yfir
byggð og bú, en lítið haft upp úr
því ferðalagi.
Hún hafði fundið þó nokkra
hrafna, og þeir höfðu ekki getað
vísað henni á neitt æti.
Loks hafði hún fundið bónda
sinn tómnefjaðan og hálfsvangann.
Hann hafði ekki orðið fengsæll í
sinni ferð.
Og nú voru þau bæði á heimleið.
Jú, þarna komu þau auga á and-
arræksni frá vetrinum, visið og
skorpið á milli tveggja steina. Það
var sjálfsagt að vita, hvort ekki
væri eitthvað ætilegt á henni.
Þetta tafði þau nokkra stund.
Svo flugu þau stefnuna heim.
En hvað var þetta?
Upp frá Hrafnakletti steig reykj-
armökkur, og það glampaði á eld
DÝRAVERNDARINN