Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 17
Svartbakar. - Ljósm.: Skúli Gunnarsson.
lendishéruðum frá því um miSjan
mjaí og fram í byrjun júní, eftir
því, sem veðrátta er, eða varpstað-
irnir eru hátt yfir sjó. Víða verður
svartbakurinn að fljúga daglega
óravegu til sjávar til matfanga,
þaðan sem ekkert er að hafa í varp-
stöðvunum; t.d. eru um 150 km
skemmst til sjávar úr Fiskivötn-
um. Þau eru efalaust íslögð ennþá
í byrjun varptímans, enda vafa-
samt, að svartbakurinn geti nokk-
urn tíma veitt þar, svo að hann
muni um það. Svartbakurinn mun
aðallega hafa flust þangað eftir
Kötlugosið 1918. Áður var þar
andaríki (fiskiendur o. fl.) og egg-
ver nokkurt. Við gosið spilltust
haglendi við vötnin, en fiskur
þvarr í þeim, drapst af öskufallinu.
Lögðust endurnar því frá þessum
slóðum, en svartbakurinn settist
þar að síðan. Hefur hann þar
friðland fyrir áreitni manna, en
gæsavörp eru eigi langt undan, er
fram líður sumarið, og hefur hann
þar gott ungafóður. Drepa svart-
bakar mjög gæsarunga, meðan
ungarnir eru aðeins fárra vikna
gamlir.
Svartbakurinn ver talsverðum
tímia og fyrirhöfn til hreiðurgerð-
ar, en þó fer það mjög eftir stað-
háttum og gróðri. Reytir hann
gras það, sem til fellur, til hreið-
urgerðarinnar, og þar sem hann
hefur orpið árum saman á sama
stað, myndast oft stórar þúfur eða
smágróðurlendi umhverfis hreiðr-
in. Myndast dálítill jarðvegur af
teðslu fuglanna, en það, sem mest
er um vert, er frædreifingin, sem
orsakast af „heyskap" svartbaksins.
Þar sem melgresi er til eða nær-
tækt, kýs svartbakurinn sér það
frekar öðru til hreiðurgerðar.
Dreifir hann því oft melfræi víð-
ar en það bærist ella og græðir
DÝRAVERNDARINN
Landið smáro saman, þar sem eru
auðir sandar. Svartbakurinn verp-
ur helst þar, sem hátt ber yfir og
hann nýtur víðsýnis.
Eggin eru venjulega 3, en þó
stundum aðeins 2. Þau eru stór,
módröfnótt og þykja ágæt til m|at-
ar. Útungunartíminn er talinn vera
um 26 dagar, og skiptast bæði
hjónin um að liggja á þeim og
að annast uppeldi unganna. Svart-
baksforeldrarnir láta sér mjög
annt um ungana og eru meðal
hinna umhyggjusömustu á því
sviði. Ungarnir eru fyrst framan af
mataðir á hálfmeltri fæðu, en
smám saman eru þeir síðan vandir
á undirstöðumeiri mat. Þeir fara
úr hreiðrunum fárra daga gamlir
og felast síðan í grasi eða á milli
steina á söndum og aurum. Þeir
eru allfótfimir og duglegir að
forða sér. Elta þeir oft foreldra sína
og krefja þá rpatar, frekar en þeim
þykir hóf í, og flýja þeir þá oft
undan kvabbinu í þeim. Ungarnir
eru afar gráðugir, meðan þeir eru
að vaxa. Þegar svartbaksmamman
17