Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 16
fer suður til Miðjarðarhafs á vetr-
um eða til Flórída, vestan hafs.
Hérlendis er svartbakurinn bæði
staðfugl og farfugl og efalaust að
einhverju leyti vetrargestur hér
líka, kominn hingað frá ennþá
vetrarkaldari eða norðlægari lönd-
um en ísland er. Hann er einna
stærstur máfa í vexti, djarfur og
áræðinn og ómannfælinn. Hann er
alceta í lifnaðarháttum, enda þótt
hann taki kjöt fram yfir flesa aðra
fæðu og það er langt frá því, að
hann sé matvandur. Uldin hræ eru
eins góð eða betri en margt annað,
vegna þess að þar er maturinn fyr-
irhafnarlaust framreiddur. Hann
tekur eins og allir aðrir það, sem
fyrirhafnarminnst er, en hann
skirrist ekki við að berjast til mat-
arins, ef þess er þörf, og gerist þá
oft stórvirkur í vígaferlunum.
Hann sést ekki fyrir, þar sem
hann vegur að, því að hann er
gráðugur mjög, en þó fer hann sér
sjaldan að voða eða ræðst á ofur-
efli, því að hann virðist vera
óheimskur. Um varptímann er
hann grimmur og ágengur, frekur
og hávaðasamur. Hann gerist oft
ágengur eggjaþjófur í varplöndum,
en þó er það ekki nema af nauð-
syn, ef eigi fæst annað, en hann er
einhver hinn versti ungamorðingi,
sem hér þekkist, og verpur því oft
nærri varplöndum annara fugla og
lætur þá í friði, meðan þeir liggja
á eggjunum. Gerir hann það til
þess að hans eigin ungar hafi nær-
tæka fæðu, þegar þeir koma á
kreik, og eins af því, að honumj
þykir sjálfum betra að éta unga en
egg. Utan varptímans er svartbakur-
inn gæfiyndari og eigi nándarnærri
eins hávaðasamur. Þá er hann oft
undarlega friðsamur, og hinir
minniháttar og miður megandi
máfar virðast ekki óttast hann eða
16
að hann skipti sér af þeim. Má þá
oft sjá ýmis háttar smáfygli sitja
rólega við hlið hans á klettunum í
fjörunum, og virðist það á engan
hátt óttast hann; öllu frekar virð-
ist það vera þar óttalausara og ör-
uggara í nærveru hans. Hann þolir
þó enga nærggengni og allra síst
af þeim, sem líklegir eru til að
geta veitt nokkurt viðnárp. Virðist
því vernd sú, er hann veitir minni
máttar smælingjum, vera mest-
megnis óbein vernd, sem er fólgin
í því að reka þaðan aðra ribbalda,
þegar hann er saddur sjálfur. Sjald-
an leitar hann á aðra að fyrra
bragði, nema þeir séu jafningjar
hans að afli eða áræði, eins og t.d.
hvítmáfar eða skúmur; en þó er þá
erfitt að sjá, hvorir eigi upptökin,
því að um vinfengi er ekki að
ræða. Þrátt fyrir stærð og þyngd
er svartbakinum afarlétt um flug á
allan hátt, og er hann meðal hinna
tígulegri fugla á flugi. Hann er
einnig fallegur og viðkunnanlegur
fugl ásýndum, þar sem hann situr
eða hvar sem hann fer, - ef hann
þegir. Vegna lifnaðarhátta svart-
baksins, dugnaðar hans og atorku í
hvívetna, er ofur eðlilegt að á-
rekstur verði milli hans og okkar
mannanna. í þeim viðskiptum ætt-
um við þó að sýna, hvorir hafi
meira vit, og sýna honum það um-
burðarlyndi að viðurkenna tilveru-
rétt hans í landinu og ríkisborgara-
rétt ásamt okkur. Hitt er allt ann-
að, þótt við höldum honum: í skefj-
um eða jafnvel útrýmum honum
alveg þaðan, sem hann veldur okk-
ur tilfinnaniegu, fjárhagslegu tjóni
með nærveru sinni. Það eru svo
rnargir staðir, þar sem okkur er
bæði meinlaust að hann sé, og okk-
ur einnig ókleift, nema með of
miklum tilkostnaði að banna hon-
um bólfesti, að það er okkur í öllu
sæmilegra að viðurkenna tilveru-
rétt hans.
Svartbakurinn er að ýmsu leyti
eigi óskemmtilegur í háttum. Þeg-
ar hann kemur og sest einhvers
staðar, lætur hann oft alldólgslega.
Lætur hann þá oft til sín heyra
eins konar aðvörunar- eða ögrun-
ar-„orð", beygir hálsinn niður á
við og horfir fram, en skyggnist
um leið til beggja hliða, eins og
hann vænti svars eða ef til vill
árásar. Svipur hans og látbragð
ber vott um, að hann veit, að hann
á allt undir afli sínu og áræði; -
„haldið ykkur í skefjum, piltar, eða
hversu líst ykkur, nefgoggur
minn?" Venjulegast er allsherjar-
þögn í fyrstu, því að engir hinna
mjinni rnáttar vilja af honum hljóta
„beinbrot eða bana", en þótt ein-
hverjir, sem meira eiga undir sér,
séu viðstaddir, vilja þeir oft eigi,
fremur en önnur stórveldi, leggja
út í ófrið að fyrra bragði. Situr
hann þá óáreittur um stund og
skimar eftir æti. Verði einhver
slíks vart, er jafnan hætt við frið-
slitum. En orðin eru ætíð til alls
fyrst. Eru fyrst orðahnippingar
um eignarréttinn, en síðan stór-
yrði og hrindingar, en þá áflog,
og hefur hver það, er hann nær og
hefur mátt til að verja.
Svartbakurinn verpur bæði við
sjó og við ár og vötn inni á landi;
oft alllangt frá sjó, en langoftast á
söndum eða aurum eða við ár-
ósa (óseyrum), þar sem ár falla til
sjávar. Hann verpur sums staðar
mj;ðfram ám eða á eyjum og
hólmum í þeim alllangt frá sjó
eða við stór stöðuvötn, t.d. við
Þingvallavatn (Sandey), við Fiski-
vötn eystri, jafnvel í auðum fjalls-
hlíðum og klettabeltum inni á há-
jöklum, sbr. Máfabyggðir o. v.
Varptíminn er víðast hvar í lág-
DÝRAVERNDARINN