Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 27

Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 27
Hvar er úlfurinn? neðst í honum, þar sem hreiðrið þeirra var. Skammt frá stóðu strákarnir frá Grund. Gömlu krummahjónin flugu í stórum sveigum í kringnum reykj- arstrókinn og svo nærri, sem þau gátu fyrir svælunni. Þau gátu séð einhverjar leifar af eggjunum í brekkunni fyrir neðan. Strákarnir höfðu leikið sér fyrst að því að kasta eggjunum í stein í brekkunni fyrir neðan klett- inn, áður en þeir kveiktu í hreiðr- inu. Þarna fiugu nú hjónin nokkra hringi þögui og með þunglama- legu vængjataki. Það var líkast því að vængirnir gætu varla valdið þunga þeirra. Ósegjanleg sorg hel- tók hugi þeirra. Þarna lágu eggin þeirra brotin og hreiðrið brennt. Heiirtili þeirra og börn horfið. Og þau svifu þarna einmana og þög- ul. Svo settust þau á þúfu uppi í brekkunni fyrir ofan Hrafnaklett hlið við hlið og lúpuðu sig niður, beygð af hinni miklu óhamingju. Eitt sorgþrungið krunk rauf kvöldkyrrðina. DÝRAVERNDARINN SAGA HEIÐLÓUNNAR Við fljúgum saman, ég og karl- inn minn, og erum að leita okkur að góðum stað til að búa á. Við komum langt að til íslands og ætl- um nú að setjast hér að og vera fram, á haust. Eftir smástund höf- um við fundið tilvalinn stað. Það er á milli tveggja þúfna. Það verð- ur örugglega gott að búa til hreið- ur hér. Við höfum verið mjög heppin, því að í næstu þúfu á móti er dá- lítil hola og þar eru nágrannarn- ir. Það er músafjölskylda. Pabbinn, mamman og fjórir nýfæddir ungar. Þau eru mjög hamingjusöm. Það mun verða heldur lengra þangað til okkar börn komlast í heiminn en við erum strax farin að búa okkur undir það að taka á móti þeim. Þau verða velkomin í heiminn. Jú, lífið er dásamlegt. En hvað hefur nú skeð? Dag nokkurn er eins og skuggi skelli hér yfir. Það verður vont að anda og lyktin hræðileg. Við höfum vappað um staðinn okkar, en flýt- um okkur nú upp í loftið. Það kemur reykkóf og mér finnst ég vera að kafna. Karlinn minn er sterkari í vængjunum en ég og er því á undan mér. Það er svo erfitt að bera vængina og stöku sinnum dett ég niður smáhæð. Ó, ég er svo þreytt ég kemst örugglega aldrei. Karlinn minn snýr sér við aftur og aftur og kallar til mín, að ég verði að herða mig áfram. Ég lít niður. Það er ljótt að sjá. Allar fal- legu þúfurnar eru svartar og eld- urinn breiðir sig yfir meira og meira. Loksins er ég komin í betra loft. Karlinn minn hóstar og hóstar og ég get ekkert sagt því óloftið hef- ur fyllt hálsinn. Við erum að verða búin að jafna okkur, þegar ég irtinnist músafjölskyldunnar. Hvað

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.